fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Edda hlaut fangelsisdóm í Noregi árið 2020 – Norskur lögfræðingur þungorður í garð íslenskra stjórnvalda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef starfað við að endurheimta brottnumin börn til heimalanda þeirra í yfir 20 ár og mig undrar að Ísland er í sama flokki og Téténía, Tyrkland og önnur minna lýðræðisleg ríki þegar kemur að vilja til að snúa heim börnum sem hafa verið numin á brott,“ segir Sjak R. Haaheim, norskur lögfræðingur barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur, í tölvupósti til DV.

DV greindi frá því í gærkvöldi að norsk yfirvöld hafa sent handtöku- og framsalsbeiðni til íslenskra yfirvalda vegna Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem er stefnt fyrir dóm í Noregi dagana 9. og 10. ágúst. Ekki hefur tekist að birta Eddu stefnuna, að sögn norskra yfirvalda.

Sjá einnig: Norðmenn biðja um handtöku og framsal á Eddu Björk – „Þetta er svo fáránlegt“

Málefni Eddu hafa reglulega verið í fjölmiðlum allt frá því hún nam á brott þrjá syni sína og fyrrverandi eiginmanns síns sem er búsettur í Noregi og lenti með synina í einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli í lok mars árið 2022. Síðan þá hafa synirnir verið hjá Eddu hér á Íslandi en henni hefur verið gert skylt með úrskurðum á öllum dómstigum á Íslandi að skila börnunum til föður þeirra í Noregi. Faðirinn fer með forræði barnanna og hefur Edda haft mjög takmarkaðan umgengnisrétt.

Sjá einnig: Öll sund virðast lokuð fyrir Eddu – Hæstiréttur hafnaði beiðni hennar

Um tíma var Edda grunuð um að vera með börnin í felum en úrskurðir dómstóla hafa ekki verið fullnustaðir og börnunum hefur ekki verið skilað aftur til Noregs.

Sjak R. Haaheim, áðurnefndur lögfræðingur, sendi DV afrit af ákæru norska saksóknaraembættisins á hendur Eddu. Þar segir að Edda hafi gerst brotleg við 261. grein norskra hegningarlaga, er varðar brottnám á einstaklingum undir lögaldri og að halda þeim frá þeim aðila sem hefur lögbundinn rétt til forsjár þeirra.

Haaheim segir ennfremur að faðir drengjanna sé vonsvikinn yfir getuleysi íslenskra yfirvalda við að framfylgja úrskurðum dómstóla í málinu. „Næst gæti Ísland þurft hjálp frá Noregi vegna lögsóknar í sakamáli eða til að snúa við brottnumdum íslenskum börnum. Skjólstæðingur minn væntir þess að Ísland uppfylli skuldbindingar sínar við vinveitt nágrannaríki og fullnusti úrskurði íslenskra dómstóla varðandi það að snúa brottnumdum börnum til síns heima, og uppfylli beiðni norskra yfirvalda um handtöku og framsal, svo hin ákærða, og áður dæmda manneskja verði látin gangast undir sanngjörn réttarhöld fyrir alvarlegan glæp í vinveittu nágrannaríki, í samræmi við reglur réttarríkisins.“

Nam drengina fyrst á brott árið 2019 og hlaut dóm

Sjak R. Haaheim fer yfir tímalínu á meintum og sönnuðum lögbrotum Eddu og þar kemur fram að hún var þegar árið 2020 dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir brottnám drengjanna til Íslands árið 2019. Samkvæmt þessu á Edda þegar eftir að afplána dóm í Noregi auk þess sem hún á yfir höfði sér annan dóm fyrir brottnám drengjanna hingað til lands árið 2022.

Haaheim segir síðan að norska saksóknaraembættið hafi ákært Eddu í marsmánuði á þessu ári fyrir brottnám drengjanna hingað til lands í fyrra, en um það fjallar sú ákæra sem nefnd var hér að framan. Þá segir ennfremur í skrifum norska lögfræðingsins til DV að norsk barnaverndaryfirvöld séu í viðbragðsstöðu varðandi það að aðstoða börnin er þau snúa aftur til síns heima, „eftir þá þolraun að hafa verið brottnumin ólöglega frá miðpunkti tilveru sinnar, skólafélögum, forráðamanni og félagslegum tengslum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörn Bárðarson með áhrifaríka ræðu – Lumbraði á þeim sem lögðu hann í einelti

Sigurbjörn Bárðarson með áhrifaríka ræðu – Lumbraði á þeim sem lögðu hann í einelti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söfnun hafin fyrir syni Árna sem lést eftir að bíll hans féll í Reykjavíkurhöfn – „Árni lætur eftir sig tvo yndislega drengi“

Söfnun hafin fyrir syni Árna sem lést eftir að bíll hans féll í Reykjavíkurhöfn – „Árni lætur eftir sig tvo yndislega drengi“