Hallgrímskirkja er ein af tíu bestu útsýnisbyggingum heims samkvæmt lista byggingasérfræðinga sem birtur var á Buildworld. Á listanum eru einnig töluvert heimsfrægari byggingar eins og Eiffelturninn í París, Empire State-byggingin í New York og London Eye í London.
Hallgrímskirkja er sjötta besta í heimi og fjórða besta í Evrópu.
Við gerð listans var miðað við umsagnir ferðamanna á vef TripAdvisor um vinsælustu byggingar og mannvirki heims, en skoðað var hversu oft minnst var á „fallegt útsýni“ í umsögnunum. 3013 ummæli eru um fallegt útsýni frá útsýnispalli Hallgrímskirkju. 5116 ummæli eru um fallegt útsýni frá Eiffel-turninum sem er í fyrsta sæti listans.
Á vef Buildword má sjá kort yfir fleiri byggingar víðs vegar um heiminn, lista yfir þær tíu bestu í Bandaríkjunum, tíu bestu í Bretlandi og kort yfir þær bestu í hverju fylki Bandaríkjanna.