fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
Fréttir

Stærsti foss heims er við Ísland – Nú á að rannsaka hann

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. júlí 2023 18:00

Fossinn er á milli Íslands og Grænlands. Mynd:Universitat de Barcelona

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú hefur kannski heyrt að hæsti foss heims sé í Venesúela og sá breiðasti sé í Mekong í Laos. En þetta er ekki alveg rétt því heimsins stærsti foss er við Ísland.

Hann er nánar tiltekið neðansjávar í Grænlandssundi á milli Grænlands og Íslands.

Í síðustu viku héldu vísindamenn frá háskólanum í Barcelona af stað til að rannsaka þennan stærsta foss heims. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum.

Videnskab segir að fossinn sé heillandi fyrirbæri sem með gríðarlegu afli sínu og stærð hafi áhrif á hafstraumana í Atlantshafinu en þeir gegna ákveðnu hlutverki varðandi loftslagið á jörðinni.

Fram að þessu hafa vísindamenn rannsakað þéttleika fossins, hraða og hitastig. Meðal niðurstaðna þessara rannsókna er að fallhæðin sé rúmlega 3 kílómetrar og að um hann renni rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af köldum og þéttum sjó á hverri sekúndu.

En það er margt sem við vitum ekki um þennan gríðarlega stóra foss og nú ætla spænsku vísindamennirnir að reyna að varpa ljósi á þessa þætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá ókunnugan mann ganga inn á heimili hjónanna – „Ég heyrði aldrei nein óp eða öskur“

Sá ókunnugan mann ganga inn á heimili hjónanna – „Ég heyrði aldrei nein óp eða öskur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir framkvæmdum sem stóðu fram á nótt

Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir framkvæmdum sem stóðu fram á nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

98% kínverskra banka hafa hafnað greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum síðasta mánuðinn

98% kínverskra banka hafa hafnað greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum síðasta mánuðinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar loftmyndir af gosinu – Teknar nú í nótt

Nýjar loftmyndir af gosinu – Teknar nú í nótt