fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Fyrrverandi prestur ákærður fyrir að myrða dóttur annars prests fyrir hálfri öld

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 20:00

Cretchen Harrington og David Zandstra þegar hann var handtekinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CNN greindi frá því fyrr í dag að David Zandstra sem er 83 ára gamall og fyrrverandi prestur hafi verið ákærður fyrir að hafa árið 1975 myrt 8 ára gamla stúlku, sem hét Gretchen Harrington, en faðir hennar starfaði einnig sem prestur.

Þegar stúlkan var myrt fyrir tæplega hálfri öld síðan starfaði Zanstra sem prestur í bænum Marple Township í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum.

Að sögn saksóknara hefur Zandstra játað á sig morðið eftir að ný sönnunargögn í málinu voru kynnt fyrir honum. Fólust þau einkum í vitnisburði ónefndrar konu, sem var 10 ára gömul þegar morðið átti sér stað, og dagbókarfærslum hennar frá 1975.

Zandstra hefur bæði verið ákærður fyrir morð og barnsrán.

Morðið á Cretchen hefur hvílt eins og mara á lögreglunni og bænum í þessi 48 ár. Hún sást síðast ganga áleiðis í biblíubúðir þann 15. ágúst 1975.

Búðirnar voru samvinnuverkefni kirkjunnar sem Zandstra stýrði og kirkju föður Gretchen. Þegar Gretchen mætti ekki í kirkju föður síns eins og til stóð varð hann áhyggjufullur en það var á endanum Zandstra sem tilkynnti lögreglu um hvarf hennar.

Lögreglumenn tóku strax eftir því við rannsókn á hvarfinu að framburður Zandstra var misvísandi og það þótti óeðlilegt að hann vissi hvernig Gretchen var klædd miðað við að hún var enn ekki komin í búðirnar. Hann neitaði þó að hafa nokkuð með hvarfið að gera.

Líkamsleifar Gretchen fundust tveimur mánuðum eftir að hún hvarf og krufning leiddi í ljós að hún hafði verið myrt með tveimur eða jafnvel fleiri þungum höfuðhöggum.

Rannsókn málsins bar hins vegar engan frekari árangur fyrr en áðurnefndur vitnisburður og dagbókarfærslur voru nýlega lögð fram.

Misnotaði dóttur sína og vinkonu hennar

Konan sem veitti lögreglu þessar mikilvægu upplýsingar var á þessum tíma vinkona einnar af dætrum Zandstra. Í dagbókarfærslu frá 1975 segir hún frá því að Zandstra hefði káfað á kynfærum hennar þegar hún gisti heima hjá honum og fjölskyldu hans. Hún sagði vinkonu sinni, dóttur Zandstra, frá gjörðum hans sem sagði að faðir sinn gerði þetta stundum.

Í annarri dagbókarfærslu, frá september 1975, segir hún að maður hafi reynt að ræna annarri stúlku og hana gruni að sami maður hafi rænt Gretchen. Hún megi þó ekki segja frá því af því það sé leyndarmál en hún telji að það hafi verið Zandstra.

Rannsakendur kynntu þessar nýju upplýsingar fyrir Zandstra sem viðurkenndi í kjölfarið að hafa boðið Gretchen far í biblíubúðirnar en keyrt með hana þess í stað að skóglendi. Hann segist hafa sagt henni að klæða sig úr fötunum en þegar hún neitaði að gera það hafi hann kýlt hana í höfuðið og skilið hana eftir liggjandi í blóði sínu. Zandstra taldi þá fullvíst að Gretchen væri látin.

DNA sýni var tekið úr Zandstra og það verður borið saman við DNA sýni af vettvangi morðsins og einnig við sýni úr fleiri málum sem eru óleyst.

Í yfirlýsingu sagði fjölskylda Gretchen að morðið á henni hefði breytt lífi þeirra til frambúðar. Þau sögðust sakna Gretchen á hverjum degi og eru lögreglunni þakklát fyrir að hafa aldrei gefist upp í leit sinni að morðingjanum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni