Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er stödd í veiðiferð með vinkonum sínum. Áslaug Arna hefur birt nokkrar myndir og myndbrot í sögum á Instagram.
Má sjá þar að hún er undir ákveðinni pressu frá aðstoðarmanni sínum, Áslaugu Huldur Jónsdóttur, um að veiða maríulaxinn.
Matarvefur Mbl.is vakti einnig athygli á sérkennilegu matarvali ráðherrans í veiðiferðinni. Flestar okkar setja góða klípu af smjöri á harðfiskinn, en Áslaug Arna smellir Tabasco-sósu á harðfiskinn og lofar þá samsetningu. Endurbirti hún sögu sjónvarpsmannsins Huga Halldórssonar sem fullyrðir að þessi samsetning „breyti leiknum.“