fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

DMX endurlífgaður á bílastæði í New York

Rapparinn fornfrægi, DMX, lést næstu í gær

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litlu mátti muna að rapparinn goðsagnakenndi, DMX, hefði látið lífið á bílastæði við hótel í New York í gærkvöldi. Lögreglan var kölluð til eftir að hann fannst meðvitundarlaus á bílastæðinu en samkvæmt fréttasíðunni TMZ þá náðir lögreglan að endurlífga tónlistarmanninn.

Talið er að hann hafi neytt of mikilla fíkniefna en talsmenn stjörnunnar sögðu hann hafa fengið asmakast.

Eftir að hann komst til meðvitundar var hann fluttur í hraði á spítala, þar sem hann er við ágæta heilsu nú. TMZ heldur því fram að vegfarandi hafi séð rapparann neyta fíkniefna áður en hann hné niður. Hann verður þó líklega ekki kærður fyrir neysluna.

DMX var eitt af stærstu nöfnum rappheimsins á síðasta áratug, en hann varð heimsfrægur á svipstundu þegar hann gaf út breiðskífu sína, „it’s Dark and Hell Is Hot,“ árið 1998.

Það er óhætt að segja að allt hafi gengið á afturfótunum hjá DMX, sem heitir Earl Simmons, síðustu ár. Hann lýsti sig gjaldþrota árið 2013, meðal annars vegna þess að hann greiddi ekki meðlag með þeim tólf börnum sem hann á. Gjaldþrotsúrskurðinum var þó hnekkt nokkru síðar.

Hann hefur margsinnis komist í kast við lögin, meðal annars fyrir glæpsamlega vanrækslu á dýrum. Þá hefur hann verið tekin með fíkniefni, fyrir að aka undir áhrifum, stolið bílum, og svo framvegis.

Hann var síðast dæmdur í sex mánaða langt fangelsi á síðasta ári fyrir að greiða ekki 400 þúsund dollara í meðlag með börnum sínum.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=fGx6K90TmCI?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“