fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Fókus

Eiginkona raddar Svamps Sveinssonar stígur fram – „Maðurinn minn er ekki að deita Ariönu“ 

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. júlí 2023 21:00

Ariana Grande

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jill Talley, eiginkona leikarans Tom Kenny, sem er meðal annars þekktur sem hin upphaflega rödd teiknimyndapersónunnar Svamps Sveinssonar, hefur neyðst til að stíga fram og útskýra að Kenny er ekki að deita söngkonuna Ariana Grande.

Miðlar vestanhafs segja frá því að söngkonan sé að deita leikarann Ethan Slater, sem er 31 árs og lék Svamp Sveinsson í söngleiknum The Spongebob Musical á Broadway í New York, ekki talsetningarleikarann Kenny, sem er 61 árs.

Við getum séð að þetta valdi misskilningi!

Grande skildi nýlega við eiginmann sinn til tveggja ára, fasteignasalann Dalton Gomez, en þau hafa búið í sitt hvoru lagi síðan fyrr á þessu ári. Mun Grande byrjuð að deita meðleikara sinn, Ethan Slater, en þau leika saman í kvikmyndinni Wicked, en tökur fóru fram í Englandi síðustu mánuði. 

Í síðustu viku spurði einn netverji á The Cut: „Er Ariana Grande núna að deita Svamp Sveinsson?“ Jill Talley svaraði fyrirspurninni: „Hæ öll, ég er gift Tom Kenny (sem er rödd Svamps í sjónvarpsþáttunum). Hann er ekki að deita Ariönu Grande. Ég veit ekki hvort Ethan Slater (sem leikur Svamp í söngleiknum) er að deita eða ekki að deita Ariönu Grande. Þau eru samt bæði yndisleg og ég styð það ef þau eru að deita.“ 

Ariana og Slater hafa ekkert gefið upp um hvort þau eru að deita eða ekki, þannig að við þurfum að bíða spennt áfram eftir yfirlýsingu.

Ariana og Ethan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan treysti vini manns síns og leyfði honum að gista heima hjá þeim – Hefði betur sleppt því

Leikkonan treysti vini manns síns og leyfði honum að gista heima hjá þeim – Hefði betur sleppt því
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Næsta stóra kynlífsáskorun Bonnie Blue – Er þetta líkamlega hægt?

Næsta stóra kynlífsáskorun Bonnie Blue – Er þetta líkamlega hægt?