fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Utanríkisráðherra Kína og eftirlæti forsetans virðist horfinn af yfirborði jarðar – Hvað gæti hafa gerst?

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. júlí 2023 20:00

Qin Gang, utanríkisráðherra Kína. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kínverskum stjórnmálum er það iðulega þögnin sem vekur mesta athygli. Það að einhver embættismaður mæti ekki á viðburð sem eðlilegt væri að hann myndi sækja þá verður það til að spurningar fara á flug.

Það er það sem er að gerast með utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, sem ekkert hefur spurst til í tæpan mánuð og þar með eru slúðurvélarnar farnar á flug. Qin Gang sást síðast þann 25. júní síðastliðinn en hefur síðan ekki mætt eða tilkynnt forföll á fjölmarga viðburðir þar sem ætlast er til að utanríkisráðherra Kína sæki. Málið er orðið hið vandræðalegasta og þykir sýna veikleikanna í kínverska stjórnkerfinu. Allar ákvarðanir eru teknar bak við luktar dyr og gegnsæið er ekkert.

Eftirlæti forsetans

Qin Gang, sem er 57 ára, er sannkölluð stjarna í kínverskum stjórnmálum. Hann er talinn vera eftirlæti Xi Jinping, forseta Kína og formann kínverska kommúnistaflokksins. Hann þykir vera óvenju málglaður miðað við stjórnmálamenn í Kína og er þjóðernissinni fram í fingurgóma.

Hann vann sig upp í að verða sendiherra Kína í Bandaríkjunum en var svo kallaður heim og síðan þá hefur framgangur hans verið afar hraður. Í desember síðastliðnum varð hann svo yngsti utanríkismálaráðherra sögunnar í Kína.

Framtíð hans virtist björt en nú nokkrum mánuðum síðar virðist hann horfinn og enginn veit almennilega af hverju. En getgáturnar eru margar.

Veikindi væru hið augljósa svar og það hefur iðulega verið hin opinbera skýring á forföllum Qin Gang. Hjartaáfall eða jafnvel Covid-19, hefur verið ýjað að, en aðrar sögusagnir eru meira krassandi, til að mynda að Qin Gang hafi stutt við háttsettan aðila í hernum sem svo hafi reynst vera njósnari fyrir Bandaríkin eða þá að forsætisráðherrann „ungi“ sé flæktur í rosalegt spillingarmál.

Hneykslanlegt ástarsamband

En svo eru það málefni hjartans, að Qin, sem er opinberlega er sagður hamingjusamlega giftur faðir, hafi eignast lausaleiksbarn í Bandaríkjunum með sjónvarpskonu frá Hong Kong.

„Eftir því sem tíminn líður og ekkert spyrst til hans þá er orðið ólíklegra að um veikindi sé að ræða,“ er haft eftir Bill Bishop, sérfræðingi í málefnum Kína sem heldur úti hlaðvarpinu Sharp China.

Á samfélagsmiðlum í Kína fer orðrómurinn um hneykslanlegt ástarsamband sífellt vaxandi. Netverjar hafa til að mynda fundið út að að sjónvarpskonan Fu Xiaotian, sem búsett er í Phoenix, hafi eignast barn um níu mánuðum eftir að hún tók viðtal við Qin Gang. Xiaotian hefur birt myndir af barninu á samfélagsmiðlum. stundum með afa þess og ömmu, en aldrei sjást myndir af föður barnsins. Þá hefur hún sent Qin Gang kveðjur þegar hann hefur náð mikilvægum áföngum á sínum ferli, til að mynda þegar hann hlaut sæti í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins.

Þá hefur Xiaotian einnig birt myndir af sér um borð í glæsilegri einkaþotu og í rándýrri villu í Kaliforníu, eitthvað sem að sjónvarpsmaður ætti ekki að eiga efni á. En valdamikill maður gæti verið að borga fyrir.

Fu Xiaotian ásamt barnungum syni sínum

Liður í átökum í efstu lögum?

Xiaotian fór til Kína þann 10. apríl síðastliðinn og síðan þá hefur ekkert heldur spurst til hennar. Það hefur heldur betur kynnt undir orðróminn.

Erlendum blaðamönnunum er fullkunnugt um orðróminn og hafa pínt talsmann utanríkisráðherrans með spurningum um hvar hann sé niðurkominn og hvort eitthvað sé til í sögusögnunum en fátt er um svör.

Nú eru sumir farnir að halda að verið sé að rannsaka Qin Gang fyrir agabrot. Sé það rétt þá eru það talsverð mikil tíðindi í kínverskum stjórnmálum og verði það til þess að ákveðið verði að hann eigi að stíga til hliðar þá verður það ekki einfalt mál. Svo valdamikill er Qin Gang.

Þá gæti málið verið hluti af valdabaráttu í efstu lögum kínverskra stjórnmála. Einhver sem vill niðurlægja forsetann XI Jinping og mögulegan eftirmann hans, Qin Gang, hafi komist að hneykslinu og dreift upplýsingunum til að koma höggi á þá félaga.

Hvað verður skal ósagt látið en margir eru spenntir að vita hvenær Qin Gang snýr aftur eða hvort hann sjáist hreinlega ekki aftur.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“