fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Látinn eftir sjóslys utan við Njarðvíkurhöfn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. júlí 2023 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annar maður af tveimur sem lentu í sjóslysi út undan Njarðvíkurhöfn í gærkvöld er látinn. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir:

„Annar aðili sjóslyssins í gærkvöldi utan Njarðvíkurhafnar, karlmaður á sjötugsaldri, er látinn. Hann var fluttur meðvitundarlaus af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir endurlífgunartilraunir.  Frekari endurlífgunaraðgerðir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn kl. 22:30 í gærkvöldi á Landspítalanum á Hringbraut.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur verið upplýst um slysið, en samkvæmt fyrstu upplýsingum lögreglu voru þeir tveir um borð á 5 metra sportbáti sem síðar sökk. Tildrög þess liggja ekki fyrir og er rannsókn málsins á frumstigi hjá lögreglu.“

Eins og segir í tilkynningunni er hinn látni karlmaður á sjötugsaldri.

Neyðarlínunni barst tilkynning um sjóslys utan við Njarðvíkurhöfn rétt eftir klukkan hálfátta í gærkvöld. Voru tveir menn í sjónum en viðbragðsaðilum tókst að ná þeim á land upp úr kl. 20, eða um hálftíma eftir tilkynninguna.

Hinn maðurinn liggur á sjúkrahúsi Landspítalans í Fossvogi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt