fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Krabbamein sálarinnar?

Eyjan
Laugardaginn 22. júlí 2023 21:32

Ole Anton Bieltvedt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grundvallaratriðum drepa dýr önnur dýr sér aðeins til matar og lífsviðurværis. Sköpunarverkið er byggt á þann veg. Líf og afkoma margra dýra byggist á slíkri lífskeðju náttúrunnar. Við því er vitaskuld ekkert að segja.

Maðurinn er hér þó undantekning. Hann er eina dýrið, sem drepur önnur dýr og lífverur að gamni sínu; sér til fróunar, gleði og skemmtunar.

Fyrir par árum var afmælisgrein í blaði um lækni á Austfjörðum, sem varð sextugur þann dag. Lagði læknirinn blaðinu til mynd, sem fylgdi greininni, þar sem hann krýpur yfir dauðu hreindýri, sem hann hafði skotið. Heldur hann drápsvopninu hátt í vinstri hendi, en lyftir höfði dauðs dýrsins með þeirri hægri, sperrir sig svo og brosir glaðhlakkalega framan í myndavélina, eins og hann væri hetja, sem hefði verið að vinna stórvirki.

Var hér um fullorðinn og væntanlega þroskaðan mann, sextugan lækni, að ræða, sem ætti að hlúa að lífi, leitast við að vernda það og lækna, ekki bara mannlífi, heldur öllu lífi, einkum lífi þess, sem ekkert hefur sér til saka unnið; er ekki aðeins saklaust og varnarlaust, heldur á sér líka engrar undankomu auðið, en hefur tilfinningar; finnur til, fyllist kvíða og ótta, lætur sér annt um afkvæmi sitt og fjölskyldu, eins og við.

Þessi læknir er ekki einn um það, að hafa haft fróun og gleði af því, að ofsækja, meiða og limlesta saklaus og varnarlaus dýr, og loks – ef sært dýrið getur ekki forðað sér í bili, til þess eins að deyja skemmri eða lengri kvaladauða – drepa það.

Umhverfisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarsonar, er líka hreindýra-veiðimaður og hefur birt svipaða montmynd af sér yfir dauðu hreindýri á netinu. Umhverfisráðherra ber m.a. ábyrgð á vernd og velferð villtra dýra í landinu. Hvernig var hægt að skipa slíkan mann í það embætti? Á því smekk- og taktleysi ber Bjarni Benediktsson ábyrgð.

Þessir svokölluðu veiðimenn, sem eru í öllum störfum og stéttum, oft hámenntaðir og háttsettir í þjóðfélaginu, skipta hér mörgum þúsundum. Þörf þessara manna á veiðunum er yfirleitt engin. Þetta virðist snúast um annarlegar innri hvatir; þörfina fyrir að eyðileggja og drepa, án raunverulegrar þarfar eða tilgangs.

Hvað er þetta; drápsfýsn, blóðþorsti, drápslosti?

Einna verst er dýraníðið einmitt í garð hreindýra. Þeir veiðimenn, sem í þetta dráp vilja komast, virðast um eða yfir 3.000.

Hvað býr í hjarta og tilfinningalífi þessara manna? Er siðmenningin og mannúðin ekki komin á hærra stig en svo, að drápslosti ræður för? Er þetta kannske drápssýki, sem líkja má við áfengissýki og tóbakssýki?  Kannske er þetta krabbamein sálarinnar.

Hreindýrskálfar fæðast margir um mánaðamótin maí/júní. Þeir eru því yngst ekki nema 6-8 vikna, þegar byrjað er að drepa mæðurnar frá þeim, með og frá 1. ágúst. Við eðlileg skilyrði þyrfti hreindýrskálfur á móður sinni að halda fram á næsta vor.

Rannsóknir frá Noregi sýna, að þegar hreindýrskálfar eru 8 vikna, drekka þeir enn móðurmjólk 8 sinnum á dag, 11 vikna 6 sinnum og 16 vikna eru þeir enn að drekka móðurmjólk 5 sinnum á dag.

Hvernig má það þá vera, að verið sé að drepa mæður þeirra frá þeim 8 vikna gömlum!? Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti, óvissa og kvíði umkomulausra og hrakinna ungviða ótalið.

Auk þess eru hreindýrskálfar mjög háðir mærum sínum, þegar snjóa tekur og hjarn leggst yfir land, með það að gera krafsholur, þannig, að dýrin komist í fléttur, gras, lyng og annað æti. Þarf til þess stóra, sterka og beitta hófa, sem ungviðið skortir.

Þetta dráp hreindýrakúa, yngst frá 6-8 vikna kálfum þeirra, er því ómannúðlegt og siðlaust, og í raun þeim, sem þessar veiðar stunda, til smánar og skammar.

Þar við bætist, að Fagráð um velferð dýra hefur ítrekað beint þeim tilmælum til stjórnvalda, Umhverfisstofnunar og umhverfisráðherra, að griðatími hreinkálfa yrði lengdur. Fyrst kom tilmæli frá Fagráði um, að hreinkýr yrðu ekki drepnar frá kálfum fyrr en þeir væru minnst 3ja mánaða.

Frá því í janúar 2020 hafa þau tilmæli Fagráðs staðið, að hreinkýr yrðu ekki felldar frá kálfum meðan að þær væru mjólkandi. Þessi afstaða og tilmæli byggjast auðvitað á náttúru- og líffræðilegum staðreyndum; meðan kýrin mjólkar, þarf kálfurinn á mjólkinni að halda.

Ef þessum skýru tilmælum væri fylgt, væri ekki farið að drepa hreinkýr fyrr en 1. nóvember, ár hvert, þegar kálfar eru orðnir 5 mánaða.

Annað mál er, að veiðimenn mættu hugsa til þess, að þetta þarflausa og ljóta dráp, fer vitaskuld inn í þeirra Karma, og verða menn – fyrr eða síðar – að standa því illa, sem þar er komið, skil. Að fullu. Á hinzta degi, eða fyrr.

Kann þá kvölin og sorgin, sem þeir ollu saklausum lífverum, að hitta þá sjálfa. Af fullum þunga. – Á þetta reyndar við á öllum sviðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?