fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Var bitinn af fló og missti báða handleggi

Pressan
Laugardaginn 22. júlí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt flóabit varð til þess að karlmaður í Texas-fylki í Bandaríkjunum missti báða handleggi sína sem og hluti af öðrum fæti. Saga hins 35 ára gamla Michael Kohlhof hefur vakið talsverða athygli í ytra en í júnílok var hann fluttur á spítala í San Antonio-borg eftir að hafa þjáðst um skeið af flensueinkennum en síðan missti hann tilfinninguna í tánum.

Staðan versnaði þó hratt og sólarhring síðar lá Kohlhof í dái í öndunarvél og læknar börðust við að halda líffærum hans í gangi með lyfjagjöf. Litlu mátti muna að Kohlof myndi deyja í nokkur skipti og læknar óttuðust að hann hefði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða. En eftir ellefu daga á gjörgæslu gerðist hið ótrúlega, Kohlhof fór að braggast og þegar hann vaknaði úr dáinu kom í ljós að heilastarfsemin var í góðu lagi.

En því miður urðu aðrar alvarlegar afleiðingarnar afleiðingar af veikindum. Þegar Kohlhof vaknaði úr dáinu sá hann að læknar höfðu neyðst til þess að taka báða handleggi hans af vegna sýkinga og sömuleiðis hluta af öðrum fæti.

Þegar læknar fóru að kanna hvað hefði valdið veikindunum kom í ljós að um flekkusótt (e. typhus) væri að ræða sem hefði orsakast af einu flóabiti. Slíkar sýkingar eru mjög sjaldgæfar í Bandaríkjunum og einskorðast við suðurhluta Kaliforníu, Hawaii og Texas. Í flestum tilvikum er fólk sem verður fyrir slíkum sýkingum búið að leita sér læknisaðstoðar áður en ástandið verður eins alvarlegt og hjá Kohlhof en bróðir hans sagði í viðtali að hann hefði ekki fundið fyrir neinum einkennum af bitinu þar til hann fór að veikjast hratt.

Hér má sjá umfjöllun Fox-sjónvarpsstöðvarinnar um mál Kohlhof

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður