fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Tilgangslaus embætti

Eyjan
Laugardaginn 22. júlí 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar rifust um fátt meira á 19. öldinni en staðsetningu Alþingis. Jónas Hallgrímsson og félagar vildu að þingið yrði endurreist á sjálfum Þingvöllum. Jón Sigurðsson og fylgismenn hans töldu það best geymt í Reykjavík vegna nábýlis við stjórnsýslu og embættismenn. Reykjavík sigraði og smám saman hefur þingið lagt undir sig allan miðbæinn. Í þessu tilviki sigraði skynsemin tilfinningalega og rómantíska röksemdafærslu Jónasar. Ísland breyttist úr landbúnaðarsamfélagi í borgar/bæjarsamfélag sem kallaði á skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu.

Ekki hafa þó allir hlaupið á eftir tískubylgjum. Tveir biskupar eru starfandi á gömlu biskupsstólunum Skálholti og Hólum af sögulegum ástæðum. Enginn veit hvert er hlutverk þessara embættismanna en það gerir víst ekkert til. Þeir tilheyra löngu liðinni sögu þegar þessir staðir voru í þjóðbraut. Skálholtsbiskup getur allavega gamnað sér við að skoða bókasafn Þorsteins gamla sýslumanns sem eitt sinn var talið besta bókasafn landsins. Kirkjan keypti safnið og varðveitti í turni Skálholtskirkju þar sem það var algjörlega óaðgengilegt öllum. Skálholtsstaður var forðum daga auðugur af bókum og því bar nauðsyn til að fylla kirkjuloftið af ómetanlegum dýrgripum. Reyndar mun saggi og raki vera á góðri leið með að eyðileggja þetta mikla bókasafn sem reyndar er gömul örlög bóka á Íslandi.

Nauðsyn ber til að viðhalda fleiri slíkum embættum af sögulegum ástæðum. Auðvitað ber að reisa háskóla í Odda í minningu Snorra Sturlusonar, kaupskipahöfn að Gásum og holdsveikraspítala í Lauganesi. Stjórn- og menntakerfið á ekki að hlaupa á eftir tískusveiflum tíðarandans heldur taka sér kirkjuna til fyrirmyndar. Þar ræður saga og hefð hvernig fullkomlega tilgangslausum embættum og ónothæfum bókasöfnum er dreift um landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Sæmundsen skrifar: Rík þjóð

Ari Sæmundsen skrifar: Rík þjóð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Eru refsingar of vægar?

Björn Jón skrifar: Eru refsingar of vægar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Í hvaða álfu eru íslenskir flokkar?

Sigmundur Ernir skrifar: Í hvaða álfu eru íslenskir flokkar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Reykjavíkurflugvöllur

Óttar Guðmundsson skrifar: Reykjavíkurflugvöllur
EyjanFastir pennar
25.02.2025

Svarthöfði skrifar: Vegprestur með neyðarsjóð

Svarthöfði skrifar: Vegprestur með neyðarsjóð
EyjanFastir pennar
23.02.2025

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson