fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Tina Turner Íslands tók þekktan 80´s smell með Hr. Eydísi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. júlí 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Hr. Eydís gaf út nýtt föstudagslag í dag og það ekkert venjulegt föstudagslag. „Við fengum til okkar gestasöngkonu sem er engin önnur en Bryndís Ásmundsdóttir,“ segir Örlygur Smári söngvari sveitarinnar.

Sjá einnig: Smellakonungur Söngvakeppninnar stofnaði hljómsveit skipaða fjórum miðaldra 80’s unglingum

Bryndís sem er bæði söng – og leikkona hefur lengi verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Þekktust er hún fyrir túlkun sína á tónlist Amy Winehouse, Janice Joplin og Tinu Turner. Bryndís hefur leikið í fjölda sviðsuppsetninga, kvikmynda og sjónvarpsþátta auk þess að troða upp á sýningum, tónleikum og skemmtunum um land allt.

„Lagið sem við tökum með Bryndísi er lagið We Don´t Need Another Hero (Thunderdome) úr kvikmyndinni Mad Max Beyond Thunderdome. Enda alveg geggjað lag!“

Lagið og kvikmyndin kom út í júlí árið 1985. Tina Turner söng ekki bara titillag kvikmyndarinnar, heldur lék hún líka í henni á móti Mel Gibson. Kvikmyndinni var nokkuð vel tekið á meðal gagnrýnenda þó hún hafi ekki alveg staðið undir væntingum í miðasölunni. Lagið We Don´t Need Another Hero (Thunderdome) sló hins vegar rækilega í gegn og fór víða á topp vinsældalista það sumarið og eflaust margir sem sáu myndina aðeins út af laginu.

„Tina Turner lést annars í vor og er hennar sárt saknað. Þar fór saman mögnuð rödd, gríðarsterkur persónuleiki og eftirminnilegur listamaður með stórkostlega sviðsnærveru. Amma rokksins eins og hún var lengi kölluð í íslensku útvarpi var alveg frábær og minning og list hennar mun lifa um ókomna tíð.

Bryndís Ásmundsdóttir kom til okkar og negldi þessu lagi inn og gerir það virkilega vel og með mikilli tilfinningu. Alveg frábær söngkona sem okkur í Hr. Eydís hefur lengi langað að fá í heimsókn.“

Bryndís verður með Tinu Turner tónleikasýningu 29. júlí á Sviðinu, nýjum tónleikastað á Selfossi.

Fylgja má Hr. Eydís á Facebook, Instagram og YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna