Leiknir R. 3 – 2 Þróttur R.
0-1 Ágúst Karel Magnússon (’12 )
1-1 Omar Sowe (’29 )
2-1 Daníel Finns Matthíasson (’41 , víti)
2-2 Aron Snær Ingason (’71 )
3-2 Hjalti Sigurðsson (’79 )
Leiknismenn eru að rífa sig í gang í Lengjudeild karla eftir erfiða byrjun en liðið spilaði við Þrótt í dag.
Leiknir lenti undir í fyrri hálfleik en skoraði tvö eftir það og var með 2-1 forystu eftir fyrri hálfleikinn.
Þróttarar jöfnuðu metin á 71. mínútu áður en Hjalti Sigurðsson tryggði heimamönnum 3-2 sigur.
Leiknir hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og eru komnir í fjórða sætið.