fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 14,5 milljarðar króna

Eyjan
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 13:24

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 14,5 milljarðar króna, þar af 6,7 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum en í henni kemur fram að til samanburðar hafi hagnaður annars ársfjórðungs verið 2,3 milljarða króna árið 2022.

„Rekstur Landsbankans á fyrri helmingi ársins gekk vel og við náðum öllum okkar fjárhagsmælikvörðum. Hagnaður bankans var 14,5 milljarðar króna og arðsemi eigin fjár var 10,3%, sem er í samræmi við langtímamarkmið bankans,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, í tilkynningunni.

Í henni eru taldar upp ýmsir lykilþættir í rekstri bankans:

– Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 10,3%.
– Hreinar þjónustutekjur jukust um 6,1% á milli ára sem endurspeglar breidd í þjónustu og sterka markaðshlutdeild bankans.
– Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6%, aðallega vegna stærra útlánasafns og hærra vaxtastigs.
– Vaxtamunur er 2,9% og hækkar um 0,4 prósentustig samanborið við sama tímabil árið 2022. Betri ávöxtun á lausafé bankans hefur jákvæð áhrif á vaxtamun.
– Hlutfall kostnaðar af tekjum (K/T) var 36,1%.
– Útlán til fyrirtækja jukust um 47,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins, ef ekki er tekið tillit til gengisáhrifa, aðallega til fyrirtækja í byggingarstarfsemi og fasteignafélaga.
– Innlán hafa aukist um 5% frá áramótum.
– Vanskilahlutfall stendur í stað og framlag vegna virðisrýrnunar er í takt við áætlanir bankans.
– Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu eigna nam 2,9% á fyrri helmingi ársins 2023 samanborið við 2,5% hlutfall á sama tímabili árið áður.
-Eigið fé Landsbankans var 285,1 milljarðar króna þann 30. júní sl. og eiginfjárhlutfall alls var 25,3%.
-Heildarvanskil fyrirtækja og heimila voru 0,3% af útlánum.

Segir Lilja Björk ennfremur í tilkynningu að undanfarið hafi Landsbankinn lagt mikla áherslu á að leiðbeina viðskiptavinum sem eru að glíma við hærri vaxtakostnað og þeim sem eru að leita að betri ávöxtun í verðbólguumhverfi.

„Við kynntum til leiks nýja verðtryggða Landsbók með styttri binditíma sem hentar vel bæði fyrirtækjum og einstaklingum sem vilja tryggja að sparnaður haldi sem best verðgildi sínu. Við setjumst niður með viðskiptavinum sem glíma við aukinn vaxtakostnað og finnum lausnir saman, hvort sem þær felast í lengingu lánstíma, endurfjármögnun eða öðrum úrræðum,“ segir Lilja Björk.

Hér má lesa tilkynningu Landsbankans í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“