fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Fréttir

Raðmorðinginn Rex tók sér hlé frá því að áreita ástvini fórnarlambs síns og skellti sér í frí til Íslands

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 12:30

Rex Heuermann er grunaður um hræðilega glæpi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn grunaði raðmorðingi Rex Heuermann er sagður hafa tekið sér rúmlega vikufrí frá því að áreita ástvini eins fórnarlambs síns til þess að skella sér í frí til Íslands. Þegar fríinu lauk hélt ógeðfellt áreitið áfram.  Þetta kemur fram í gögnum málsins sem lögð voru fram við dómstól í Suffolk-sýslu í New York þar sem málið var þingfest. Þar  lýsti Rex yfir sakleysi sínu og óskaði eftir því að vera sleppt gegn tryggingu. Féllst dómari ekki á þá beiðni í ljósi alvarleika brotanna.

Eins og komið hefur fram er Rex ákærður hafa myrt þrjár kynlífsverkakonur, Melissu Barthelemy, Megan Waterman og Amber Lynn Costello auk þess sem hann er efstur á lista grunaðra vegna morðsins á fjórðu kynlífsverkakonunni Maureen Brainard-Barnes.

Sjá einnig: Hinn óhugnanlegi „Gilgo-Beach-raðmorðingi“ ákærður í Bandaríkjunum- Er giftur íslenskri konu sem um tíma var grunuð í málinu

Skellti sér í frí til Íslands með frúnni

Lík Melissu Barthelemy var það fyrsta sem fannst á Gilgo-strönd þann 11. desember 2009 og í kjölfarið fóru lík fleiri fórnarlamba að koma í ljós á svipuðum slóðum.
Fram hefur komið að eiginkona Rex Heuermann, hin íslenska Ása Guðbjörg Ellerup, hafi verið með skothelda fjarvistasönnun vegna mannshvarfanna en upphaflega beindist grunur að henni í ljósi þess að hár af henni fundust á líkum nokkurra fórnarlambanna.

Þegar Barthelemy hvarf, í júlí 2009, var Ása til að mynda stödd í fríi á Íslandi en þangað flaug hún þann 8. júlí 2009. Tveimur dögum síðar, þann 10. júlí 2009, hvarf Melissa Barthelemy af yfirborði jarðar en þá er talið að Rex hafi verið í sambandi við hana í rúma viku.

Melissa Barthelemy

Það óhugnanlega í málinu er að Rex er grunaður um að hafa stolið síma Barthelemy eftir morðið og notað hann til þess að fylgjast með talhólfi hennar og síðan að hrella ástvini hennar með símtölum. Á hann í fjölmörg skipti að hafa hringt í ættingja Barthelemy og greint þeim frá því að hann hafi misnotað hana kynferðislega áður en hann hafi myrt hana.

Sjá einnig: Telur konu hafa liðsinnt arkitekt dauðans og tengdasyni Íslands eftir ógnvekjandi upplifun – Aðeins eitt brann á Rex þegar hann mætti í fangelsið

Sú ógeðfellda hegðun varði allt til 10. ágúst 2009 en þann sama dag flaug Rex Heuermann í stutt frí til Íslands þar sem hann hitti fyrir eiginkonu sína Ásu Guðbjörgu. Eyddu þau átta dögum hér á landi en á sama tíma þagnaði sími Barthelemy.

Þann 18. ágúst 2009 flugu Rex og Ása Guðbjörg aftur til New York. Daginn eftir kviknaði á síma Barthelemy og viðurstyggilegt áreitið byrjaði að nýju.

Sjá einnig: Ása sækir um skilnað frá raðmorðingjanum Rex

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mogginn gagnrýnir lögreglustjóra harðlega – „Ljóst að Höllu Bergþóru lög­reglu­stjóra varð illi­lega á í mess­unni“

Mogginn gagnrýnir lögreglustjóra harðlega – „Ljóst að Höllu Bergþóru lög­reglu­stjóra varð illi­lega á í mess­unni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu