fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Dauðvona kvikmyndastjarna giftist ástinni sinni

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 10:11

Skjáskot/Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska hörkutólið og kvikmyndaleikarinn Dolph Lundgren, sem er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum eins og til dæmis Rocky IV, The Expendables og The Masters of the Universe, giftist unnustu sinni, Emma Krokdal, nýlega í athöfn á grísku eyjunni Mykonos.

Lundgren er 65 ára gamall en Krokdal 27 ára. Breski fjölmiðilinn Mirror greinir frá og segir að skötuhjúin hafi trúlofað sig árið 2020. Brúðkaupið fór fram í glæsihýsi þeirra á eyjunni að viðstaddri fjölskyldu og nánustu vinum. Dolph Lundgren var áður giftur Anette Qviberg og á með henni dæturnar Ida, sem er 27 ára, og Greta sem er 21 árs.

Parið segir að fresta hafi þurft brúðkaupinu nokkrum sinnum vegna Covid-19 heimsfaraldursins og vegna læknismeðferða sem Lundgren hefur þurft að sækja. Þeim fannst tími kominn til að fagna ástinni, lífinu og hamingjunni.

Lundgren greindi frá því í maí síðastliðnum að hann hefði greinst með krabbamein fyrir átta árum og hann segist vera mun þakklátari fyrir lífið en áður. Æxli fannst í öðru nýra hans og hann hóf strax meðferð. Lundgren segir að næstu fimm árin hafi ekkert sést í reglulegum myndatökum en  árið 2020 var honum tjáð að krabbameinið hafi því miður dreift sér í lungun, lifrina og magann. Æxli sem fannst í lifrinni var ekki talið skurðtækt og lyfja-og geislameðferð olli miklum aukaverkunum eins og til dæmis þyngdartapi og niðurgangi.

Honum var loks tjáð að hans biði því miður ekkert annað en dauðinn. Hann segist hafa spurt krabbameinslækninn hvað hann ætti langt eftir. Svarið var tvö til þrjú ár en Lundgren segist hafa heyrt það á raddblæ læknisins að líklega ætti hann enn skemmri tíma eftir ólifaðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu