fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Ása sækir um skilnað frá raðmorðingjanum Rex

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 05:43

Rex og Ása.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Ellerup sótti í gær um skilnað frá Rex Heuermann sem var nýlega handtekinn, grunaður um að hafa myrt fjölda kvenna á síðustu árum. Mál Rex hefur verið mikið til umfjöllunar hjá íslenskum og erlendum fjölmiðlum frá því að hann var handtekinn í síðustu viku. Ástæðan fyrir áhuga Íslendinga á málinu er að eiginkona hans er íslensk, fyrrgreind Ása.

Þau hafa verið hjón í rúmlega tvo áratugi en bæði eru þau 59 ára. Þau bjuggu á Long Island.

Daily Mail skýrir frá því að Ása hafi sótt um skilnað frá Rex í bær hjá Suffolk County Supreme Court í New York og hafi sést með dóttur sinni Victoria, sem er 26 ára, í verslun í gær. Hún hafði ekki sést opinberlega síðan Rex var handtekinn.

Eins og fram hefur komið í fyrri umfjöllunum DV þá hefur Rex verið kærður fyrir að hafa myrt þrjár vændiskonur árið 2010. Talið er að hann sé hinn alræmdi Gilgo-strandar raðmorðinginn. Reiknað er með að hann verði fljótlega kærður fyrir fjórða morðið en talið er að Gilgo-strandar raðmorðinginn hafi myrt allt að 10 konur.

Rodney Harrison, lögreglustjóri í Suffolk County, sagði að Ása og börnin hennar tvö séu full „viðbjóðs“ og „skammar“ yfir handtöku Rex. Hann sagðist telja að þau hafi ekki vitað um ódæðisverk hans.

Robert Macedonia, lögmaður Ásu, sagði í samtali við Daily Mail að lögreglan hafi fengið húsleitarheimild hjá fjölskyldunni daginn sem Rex var handtekinn á Manhattan. „Henni var mjög brugðið og það sama á við um börnin þeirra tvö. Lífi þeirra hefur verið umturnað,“ sagði hann.

Þegar hann var spurður hvort Ása hafi vitað af meintum glæpum eiginmannsins var svarið: „No comment.“ (Ég tjái mig ekki um það).

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá var Ása að heiman þegar konurnar þrjár voru myrtar. Gögn um ferðir hennar sýna fram á að hún var meðal annars á Íslandi þegar ein konan var myrt.

Nágrannar segja að hjónin hafi sjaldan sést saman. Fram hefur komið að Rex á tvö hús til viðbótar við það sem þau búa í á Long Island. Eitt í Las Vegas og eitt í Kaliforníu. Lögreglan er nú að rannsaka hvort hann tengist hugsanlega morðum á þessum svæðum.

Ása og Rex héldu sig mikið út af fyrir sig og nágrannar segjast ekki muna eftir að fólki hafi  verið boðið heim til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!