fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Raðhnuplarar dæmdir til fangelsisvistar

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 10:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóma yfir tveimur karlmönnum sem ákærðir voru fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot sem fólust öll í hnupli úr verslunum.

Annar maðurinn var ákærður fyrir að hafa, einn síns liðs, í 15 skipti, á tímabilinu frá ágúst og fram í október 2022, stolið vörum úr verslunum að samtals verðmæti 512.708 krónur. Af þeim 15 skiptum sem maðurinn var ákærður fyrir að stela var mesta verðmæti hins stolna varnings 230.000 krónur en það minnsta 1.196 krónur. Í einu öðru tilfelli var verðmæti þess sem maðurinn stal meira en 100.000 krónur.

Hinn maðurinn var ákærður fyrir að hafa einsamall í 11 skipti frá ágúst og fram í október 2022 stolið vörum úr verslunum að verðmæti samtals 112.354 krónur. Mest að verðmæti 18.219 krónur en minnst 6.480 krónur.

Mennirnir voru síðan ákærðir fyrir að hafa í sameiningu í samtals 15 skipti, frá febrúar og fram í september 2022, stolið vörum úr verslunum að verðmæti samtals 1.464.311 krónur. Verðmætasti stuldurinn í þeirri hrinu nam 740.643 krónum en sá sem gaf minnst í hendur þjófanna nam 4.599 krónum.

Alls voru mennirnir því ákærðir fyrir 41 þjófnaðarbrot, ýmist einir eða saman.

Nöfn verslananna sem mennirnir voru ákærðir fyrir að stela úr eru ekki birt í dómnum en auðkennd með stökum bókstöfum. Ef reikna má með að sama verslun og forstjóri viðkomandi fyrirtækis séu alltaf auðkennd með sama bókstaf verður ekki betur séð en að mennirnir hafi stolið ítrekað úr sömu verslununum.

Viðkomandi verslanir lögðu fram kröfur um að mennirnir greiddu skaðabætur fyrir öll 41 þjófnaðarbrotin.

Segir í dómnum að mennirnir hafi skýlaust játað brot sín.

Hafa báðir áður verið dæmdir fyrir þjófnað

Annar maðurinn hefur þrisvar sinnum áður, árin 2021 og 2022, hlotið dóm fyrir þjófnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrst hlaut hann sekt, í annað skiptið 5 mánaða fangelsi og í það þriðja 12 mánaða fangelsi. Þriðji dómurinn yfir manninum hafði ekki fallið á meðan hann framdi þau brot sem hann var ákærður fyrir í þessu máli. Það var metið honum til refsiauka og einnig að hann hefði framið hluta brotanna sem hann var ákærður fyrir í samstarfi við hinn manninn. Að auki er tekið fram í dómnum að þótt brot hans væru flest smá yrði ekki litið framhjá því að þau væru ítrekuð. Á móti kom að játning hans var metin honum til refsilækkunar.

Í ljósi alls þessa þótti við hæfi að dæma manninn í 10 mánaða fangelsi. Er það þá í fjórða sinn sem að maðurinn er dæmdur fyrir þjófnað.

Hinn maðurinn hefur einnig áður hlotið dóma fyrir þjófnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Á síðasta ári var hann dæmdur í 3 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og sama ár var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og fjársvik. Var það, eins og hjá samstarfsmanni hans, metið honum til refsiauka að þegar hann framdi brotin sem hann var ákærður fyrir í þessu máli hafði síðarnefndi dómurinn ekki verið kveðinn upp.

Eins og hjá félaga hans var það einnig metið manninum til refsiauka að hafa framið hluta brotanna sem hann var ákærður fyrir í samvinnu við samstarfsfélagann og að brot hans hefðu verið ítrekuð. Játning hans var á móti metin honum til refsilækkunar.

Þótti hæfilegt að dæma manninn í 8 mánaða fangelsi.

Mennirnir samþykktu bótakröfur þeirra verslana sem þeir stálu af og voru þeir því einnig dæmdir til að greiða þeim skaðabætur auk vaxta.

Fyrir þau þjófnaðarbrot er sá sem þyngri fangelsisdóminn hlaut framdi einn var hann dæmdur til að greiða samtals 113.307 krónur í skaðabætur auk vaxta frá þeim dögum sem viðkomandi brot voru framin.

Sá er vægari fangelsisdóminn hlaut var dæmdur til að greiða, fyrir þau þjófnaðarbrot sem hann framdi einn, samtals 112.354 krónur í skaðabætur auk vaxta frá þeim dögum er viðkomandi brot voru framin.

Fyrir þau þjófnaðarbrot sem þeir frömdu í sameiningu voru þeir dæmdir til að greiða samtals 213.248 krónur í skaðabætur auk vaxta frá þeim dögum er viðkomandi brot voru framin. Það er hins vegar ekki tekið fram í dómnum hvernig mennirnir eiga að skipta þessum tikteknu greiðslum á milli sín.

Í öllum tilvikum bera skaðabæturnar dráttarvexti frá 14. júní 2023 til greiðsludags.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði