fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Fréttir

Morðið við Fjarðarkaup – Þingfesting verður lokuð

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 19:55

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingfesting næsta föstudag á ákæru vegna morðsins á Bartlomiej Kamil Bielenda verður lokuð. Er það samkvæmt ákvörðun Jónasar Jóhannssonar dómara við Héraðsdóm Reykjaness vegna ungs aldurs sakborninganna.

RÚV greinir frá og segir dómari í svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV að þar sem þrír af fjórum sakborningum í málinu séu undir 18 ára aldri og teljist því börn hafi hann talið óhjákvæmilegt að boða til lokaðs þinghalds á föstudag. Sú ákvörðun standi óbreytt, en samkvæmt lögum um meðferð sakamála getur dómari ákveðið að loka þinghaldi að öllu leyti eða hluta ef sakborningur er yngri en 18 ára.

Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára eru ákærðir fyrir að hafa banað Bartlomiej á bílastæðinu við Fjarðarkaup þann 20. apríl og sautján ára stúlka er ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Bartlomiej var stunginn oftar en einu sinni með hnífi og úrskurðaður látinn á vettvangi. Hann var 27 ára og átti eina tveggja ára dóttur.

Við þingfestingu á föstudag verða sakborningar beðnir um að gefa upp afstöðu sína til sakarefnanna. Segir Jónas að við þingfestingu muni hann kanna sjónarmið ákæruvaldsins, verjanda, sakborninga og forsjáraðila barnanna þriggja til þess hvort seinni þinghöld í málinu verði einnig lokuð eða ekki. 

Drengirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 21. apríl. Tveir þeirra á Stuðlum vegna ungs aldurs þeirra og einn í fangelsinu á Hólmsheiði, þar sem heil deild var rýmd til að tryggja að varðhaldið væri með sem minnst íþyngjandi hætti. Stúlkan sat einnig um tíma í gæsluvarðhaldi en var látin laus með úrskurði Landsréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dómi yfir Schäfer mæðgunum snúið við – Allt of hörð viðurlög Hundaræktunarfélagsins

Dómi yfir Schäfer mæðgunum snúið við – Allt of hörð viðurlög Hundaræktunarfélagsins
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Taldi Isavia hafa gróflega vegið að starfsheiðri sínum og æru

Taldi Isavia hafa gróflega vegið að starfsheiðri sínum og æru
Fréttir
Í gær

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk
Fréttir
Í gær

JT Verk verður að JTV ehf.

JT Verk verður að JTV ehf.
Fréttir
Í gær

Vorfundur Rarik haldinn á Selfossi – „Hreyfum samfélagið til framtíðar“

Vorfundur Rarik haldinn á Selfossi – „Hreyfum samfélagið til framtíðar“
Fréttir
Í gær

Forstjóri Icelandair sendir yfirvöldum tóninn: „Þetta er alls ekki góð þróun”

Forstjóri Icelandair sendir yfirvöldum tóninn: „Þetta er alls ekki góð þróun”
Fréttir
Í gær

Grjót á Vesturlandi gefur vísbendingar um fall Rómarveldis – „Við vissum að þessir steinar væru eitthvað óvenjulegir“

Grjót á Vesturlandi gefur vísbendingar um fall Rómarveldis – „Við vissum að þessir steinar væru eitthvað óvenjulegir“
Fréttir
Í gær

Sagði lögmann ranglega hafa sagt hann vera samkynhneigðan

Sagði lögmann ranglega hafa sagt hann vera samkynhneigðan