fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Nóróveira olli veikindunum hjá Íslensku Hamborgarafabrikkunni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 17:24

Íslenska Hamborgarafabrikkan Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður rannsókna hjá embætti sóttvarnalæknis hafa sýnt að nóróveira olli veikindum um eitt hundrað gesta íslensku Hamborgarafabrikkunnar í síðustu viku. Talið hafði verið að um bakteríusýkingu hefði verið að ræða en nú hefur hið sanna komið í ljós samkvæmt frétt RÚV.

Í síðustu viku var greint frá því að veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni yrði lokað vegna veikinda gesta og yrði staðurinn hreinsaður hátt og lágt til þess að ganga úr skugga um að ekkert hefði misfarist hjá fyrirtækinu.

Sjá einnig: Loka Fabrikkunni í Kringlunni í dag til að ganga úr skugga um hvort að gestir hafi orðið fyrir matareitrun

„Við viljum tryggja að það sé allt með felldu hjá okkur og velta við öllum steinum,“ segir María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Gleðipinna, sem á og rekur Íslensku Hamborgarafabrikkuna. Sýni voru tekin og sendin í rannsókn og vann fyrirtækið í nánu samstarfi við birgja sína og Heilbrigðiseftirlitið.

Málið vatt svo upp á sig þegar í ljós kom að um eitt hundrað gestir höfðu veikst og var veitingastað fyrirtækisins við Höfðatorg einnig lokað. Nú liggur ástæða veikindanna loks fyrir – nóróveira.

Í byrjun júlí kom upp nóróveirusmit á Austurlandi í byrjun júlí og kona á níræðisaldri lést en veiran getur verið hættuleg eldra fólki og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo