fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Líklega um 500 milljónir enda á Akranesi – Mun nýr Haraldsson lenda í Kaupmannahöfn?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Arnar Haraldsson varð í gær leikmaður Lille en franska félagið borgar 15 milljónir evra fyrir íslenska leikmanninn frá FCK í Danmörku.

Um er að ræða 2,2 milljarða íslenskra króna og er Hákon því einn dýrasti Íslendingur sögunnar.

Skagamenn vonast eftir því að salan fari í gegn því félagið setti klásúlu í samningi Hákon þegar FCK keypti hann frá félaginu.

Rætt hefur verið um að Skagamenn fái allt að 500 milljónir króna vegna klásúlu og það kemur sér fyrir félagið.

Samkvæmt heimildum 433.is er svo annar möguleiki í stöðunni fyrir Skagamenn að fá enn meiri peninga í kassann sinn.

Þannig hefur danska félagið FCK skoðað það að kaupa Hauk Andra Haraldsson, bróðir Hákons. Hann er 17 ára gamall og hefur spilað stórt hlutverk með ÍA í Lengjudeildinni.

Haukur er klókur miðjumaður sem nokkur erlend lið hafa fylgst með og þar á meðal er FCK þar sem bróðir hans Hákon, sem er tveimur árum eldri en Haukur, hefur gert garðinn frægan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Í gær

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals