fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Mýslu bjargað af fjalli

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 17. júlí 2023 19:00

Mynd/Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir frá ferð tíkarinnar Mýslu og eiganda hennar, sem ekki er nefndur til sögunnar, á Einstakafjalli sem er á milli Vöðlavíkur og Sandvíkur á Austurlandi. Tilgangur ferðarinnar var ljósmyndataka. Á meðan eigandinn var að taka myndir af náttúrufegurðinni hljóp Mýsla frá honum og hann sá hana hverfa niður fyrir klettabrún. Eigandi Mýslu reyndi að ná til hennar en þegar hann fann að hann var við það að lenda í sjálfheldu hörfaði hann og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita.

Í tilkynningunni segir að björgunarsveitir frá Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað hafi farið á vettvang. Þær fundu tíkina fljótlega í klettarák um 70 metrum fyrir neðan brúnina og gat hún sig hvergi hreyft. Talið er hugsanlegt að Mýsla hafi þvælst eftir klettasillum og fallið eitthvað niður.

Eina leiðin til að komast að Mýslu var að setja upp fjallabjörgunarbúnað á klettabrúninni. Björgunarmaður seig niður þessa 70 metra til hennar og var hún að sögn vægast sagt mjög fegin að sjá einhvern á leið til sín. Raunar svo fegin að hún reyndi að komast upp klettana til björgunarmannsins. Þegar hann var komin á silluna til Mýslu heilsaði hún að hundasið og þáði boð um far upp á brúnina í bakpoka björgunarmannsins. Ferðin upp gekk áfallalaust og var Mýsla mjög glöð að komast upp aftur og hitta eiganda sinn á ný. Mýsla varð að sögn að dúsa á klettasillunni í einhverja klukkutíma.

Landsbjörg segir að alls hafi 23 komið að björgun Mýslu sem hafi lokið farsællega. Mýslu virðist því ekki hafa orðið mjög meint af fallinu.

Mýsla á leið upp í bakpoka björgunarmanns/Mynd: Landsbjörg
Mýsla komin aftur til eiganda síns/Mynd: Landsbjörg
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu