fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Óskar Hrafn brattur fyrir Evrópukvöldi í Kópavogi – „Ég gæti haldið langa ræðu um það“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. júlí 2023 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik mætir Shamrock Rovers í seinni leik liðanna í 1 umferð Meistaradeildar Evrópu á morgun. Staða Blika er góð eftir 0-1 sigur í útileiknum.

Damir Muminovic varnarmaður Breiðabliks meiddist í fyrri leik liðanna en á að geta spilað á morgun. „Já ég held það nema eitthvað stórkostlegt hafi gerst um helgina,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks við 433.is í dag.

Shamrock Rovers er með bak sitt upp við vegg en Óskar segir það flókið verkefni að sækja sigur eftir tap á heimavelli.

„Það er ekki þægilegt að tapa á heimavelli og fara á útivöll og sækja sigur, fyrir fram litu þeir á sig sem stóra aðilann í þessu einvígi. Leikurinn á þriðjudag var fínn, var ágætur en mér finnst við eiga mikið inni. Við þurfum að ná því fram.“

Breiðablik vann þennan góða sigur og sigur á Fram í Bestu deildinni á föstudag, Óskar er þó ekki sammála því að Blikar hafi verið í brekku þar á undan.

„Ég deili ekki þessu brösótta gengi, ég gæti haldið langa ræðu um það að við erum að glíma við Víking og Val sem hafa unnið alla sína leiki. Við erum með tvö stig að meðaltali í leik sem þykir fínt, það væri fínt að vera með jafnmörg stig og Víkingur en lífið er ekki alltaf þannig.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið
433Sport
Í gær

Horfa til Jesus og Ancelotti

Horfa til Jesus og Ancelotti
433Sport
Í gær

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“
433Sport
Í gær

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina
Hide picture