fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Ástarsamband þessarar þjóðar við ís er að fjara út

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 17. júlí 2023 17:00

Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptavefur CNN greinir frá því að áratugalangt ástarsamband bandarísku þjóðarinnar við ís (e. ice cream) sé smám saman að fjara út. Þá er átt við hefðbundin ís sem unnin er úr mjólkurvörum en ekki við fituskertan ís eða frosið jógúrt, sem hefur verið afar vinsælt vestanhafs.

Neysla á hinum hefðbundna ís hefur minnkað ár frá ári í Bandaríkjunum samkvæmt landbúnaðaráðuneytinu þar í landi. Árið 1986 var meðalneyslan tæp átta kíló á mann, á ári, en 2021 var meðal ársneyslan komin niður í rúm fimm og hálft kíló á mann.

CNN segir að fyrir Bandaríkjamönnum hafi ís verið meira en eftirréttur. Þegar komið var fram á sjötta áratug síðustu aldar hafi ísinn verið orðinn þjóðargersemi.

En með tímanum og aukinni áherslu á heilsusamlegt mataræði hefur ísinn eins og t.d. gos og rautt kjöt lent undir smásjánni. Þegar komið var fram á 21. öld fór þeim að fjölga sem snerust gegn ísnum í ljósi fitu- og sykurinnihalds hans.

Hefur verið stór hluti af lífi Bandaríkjamanna í um hundrað ár

Þegar framleiðsla á áfengi var bönnuð í Bandaríkjunum á árunum 1920-1933 varð ís eftirsóttur sem huggunarfæða í stað áfengisins og neysla á honum fór ört vaxandi.

Í heimsstyrjöldinni síðari byggðu Bandaríkjamenn bráðabirgðaísverksmiðjur á vígstöðvunum, ís var sendur í skotgrafir og í Kyrrahafinu sigldi prammi fullur af ís á milli átakasvæða.

Eftir stríðið gerði lagning þjóðvega um öll Bandaríkin og fjölgun frystikista á heimilum útbreiðslu íssins ennþá auðveldari.

En eftir allan þenna tíma er nýjabrumið að mestu leyti farið af ís og með auknum áhyggjum af áhrifum sykurs á heilsu fólks hefur ímynd íss beðið hnekki.

Meðal þeirra sem hafa lýst yfir andúð á ís er John Robbins sem var eitt sinn erfingi að fyrirtækinu Baskin-Robbins’ sem er stærsta ísbúðakeðja heims. John Robbins sagði hins vegar skilið við fyrirtækið fyrir mörgum árum og berst nú fyrir réttindum dýra og aukinni áherslu á jurta-fæði.

Talið er að auk áhyggja af skaðlegum áhrifum íss á heilsu fólks stuðli aukið úrval eftirrétta, í matvöruverslunum, að minnkandi neyslu hans. Einnig kemur minnkandi magn í umbúðum þar við sögu. Stórir fjölskyldupakkar hafa vikið fyrir smærri pakningum sem miðaðar eru að einstaklingum. Bragðtegundir eru um leið orðnar fjölbreyttari og framboð á ís sem er seldur sem lúxusvara hefur farið vaxandi.

Það er dýrara fyrir neytendur að kaupa minna magn í einu og ekki síður að færa sig í auknum mæli yfir í lúxusís.

Þetta allt hefur orðið til þess að neysla Bandaríkjamanna á ís hefur minnkað og að þeir líta á hann meira sem eitthvað sem þeir leyfa sér einstaka sinnum en ekki hversdagslegan hlut eins og áður var.

Þrátt fyrir þetta lifir framleiðsla á hinum gamla góða ís enn ágætu lífi vestanhafs. Heildarsala á honum nam 7 milljörðum dollara (um það bil 916 milljörðum íslenskra króna) á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Í gær

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“