fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fókus

Tónlistarhátíðir sem enduðu með skelfingu – Dauðsföll af völdum troðnings, eldsvoða og barsmíða

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 16. júlí 2023 22:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt skemmtilegra en að fara á góða tónleika í góðra vina hóp og sjá sínar uppáhaldshljómsveitir spila á sviði. En því miður hafa komið upp skelfilegir atburðir á tónleikum, atburðir sem hafa kostað mannslíf auk þess að slasa fjölda fólks.

Hér má lesa um fimm slíka en lesa má um aðra fimm, og jafnvel hræðilegri, í DV annað kvöld.

The Chaos of Altamont and the Murder of Meredith Hunter | The New Yorker

Rolling Stones og Hells Angels

Árið 1969 var Woodstock hátíðin í New York í heimsfréttum. En í Altamont tónlistarhátíðin, síðar sama ár, hátíð sem átti að verða enn stærri en Woodstock, gekk ekki eins vel og þar var lítið um frið og kærleika hippatímabilsins.

Ein stærstu mistökin var ákvörðun Rollings Stones að ráða meðlimi mótorhjólaklúbbsins Hells Angels sem öryggisverði. Greiðslan var 500 dollara virði af bjór.

Aðferð Hells Angels til að halda friðinn var að nota bæði hnefa og barefli á hvern þann sem þeir álitu brjóta reglur. Það varð til þess að reiði hljóp í tónleikagesti, sem margir hverjir voru barðir að áðstæðulausu og lést hinn 18 ára piltur eftir barsmíðar Hells Angels.

Þetta átakanlega atvik náðist á filmu og hefur lengi varpað skugga á sögu Rolling Stones.

Troðningurinn á tónleikum The Who

Árið 1979 var Riverfront Coliseum í Cincinnati einn af síðustu tónleikastöðunum sem enn buðu upp á ákveðinn fjölda sæta.

Í desember sama ár átti hin ofurvinsæla hljómsveit The Who að halda tónleika og seldust þúsundir miða. En aður en hljómsveitin náði einu sinni að byrja að spila fór allt skelfilega úr böndunum.

Enginn miðanna sem seldur var merktur sérstöku sæti og ruddust áhorfendur sem næst sviðinu til að ná sér í sæti. Úr varð skelfilegur troðningur og til að gera ástandið enn verra voru aðeins fáar dyr opnar fyrir þá sem reyndu að sleppa úr þvögunni.

Svo fór að 11 manns voru troðnir til bana og fjöldi annarra slasaðist.

Það eina góða við þenan hörmungaratburð er að nýjar reglur voru setta um öryggi tónleikastaða, reyndar fyrstu reglur þess efnis.

Beverly Hills Supper Club eldsvoðinn 

Þann 28. maí 1977 fylltist í Beverly Hills Supper klúbburinn í Southgate í Kentucky og voru langtum fleira fólk í klúbbnum en löglegt var eða um 3000 manns. Enda átti fjöldi vinsælla hljómsveita að koma fram þetta kvöld

Talið er að bilun í raflögnum í einum af VIP herbergjum klúbbsins hafi valdið því að eldur kviknaði, eldur sem læsti sig svo hratt um húsið að hvorki úðarakerfi né slökkvitæki náðu að slökkva eldinn. Eldurinn breiddist út, á örskotsstundu mikil skelfing myndaðist og létust 165 manns, ýmis af völdum eldsins eða troðningsins sem myndaðist þegar fólk reyndi í skelfingu sinni að komast út. Aðrir 200 slösuðust.

Eldsvoðinn varð til þess að reglum um brunavarnir í Bandaríkjunum var gjörbreytt á landsvísu.

Monsters Of Rock . Castle Donington 1988. Photogallery

Monsters of Rock tónlistarhátíðin í Castle Donington

Monsters of Rock hátíðin í Castle Donington í Leicestershire á Englandi hefur verið haldin árlega síðan 1980 og er ein af stærstu hátíðum aðdáenda þungarokks.

 En þann 20.ágúst árið 1988, þegar hljómsveitin Guns N’ Roses steig á svið, gerðist hræðilegur atburður.

Áætlað er að um 107.000 aðdáendur – miklu fleiri en búist hafði verið við þar sem hljómsveitin var ekki orðin eins vinsæl og síðar varð, hafi reynt troða sér sem næst sviðinu. Svæðið er upprunalega hannað sem hringleikahús en sambland af hönnun svæðisins, mikillar leðju vegna rigninga og gríðarlegs mannfjölda leiddi til yfirgengilegs troðnings við sviðið þar sem fólk rann í leðjunni og var troðið undir.

Söngvarinn sveitarinnar, Axl Rose, stöðvaði tónleikana og gerði sitt besta til að fá fólk til að dreifa sér en án árangurs. Tveir ungir menn létust þegar þeir voru troðnir undir og fjöldi fólk slasaðist.

Hátíðin var ekki haldin árið eftir en tekin aftur upp árið 1990 og þá með nýjum, og mun stífari öryggisreglum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Rómantískur eiginmaður fór heim með allt aðra vöru – „Klaufalegt klúður af okkar hálfu“

Rómantískur eiginmaður fór heim með allt aðra vöru – „Klaufalegt klúður af okkar hálfu“
Fókus
Í gær

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024
Fókus
Í gær

Gummi og Lína ástfangin í fimm ár – „Þú og ég á móti heiminum“

Gummi og Lína ástfangin í fimm ár – „Þú og ég á móti heiminum“
Fókus
Í gær

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“