fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Kynlíf, ríkidæmi og framhjáhald – Hver slátraði prestinum og konunni í kirkjukórnum og komst viðkomandi upp með morðin?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 15. júlí 2023 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónavígsla er athöfn þar sem tveir einstaklingar heita hvort öðru ævilangri ást og tryggð og að njóta lífsins gleðistunda svo og að takast á við erfiðari tímabil sem upp vilja koma í lífinu. 

Árið 1922 var par í morgungöngu í dreifbýli New Jersy þegar þau gengu fram á tvö lík sem lágu undir eplatré, annað var af karlmanni en hitt af konu. Bæð höfðu þau verið skotin til bana í höfuðið, karlmaðurinn einu sinni en konan þrisvar. Hún hafði einnig verið skorin á háls. 

Við krufningu kom enn fremur í ljós að bæði tunga og barkakýli konunnar höfðu verið fjarlægð.

Ástarsambandið opinbert leyndarmál

Þegar að lögregla hóf rannsókn á morðunum kom í ljós að bæði höfðu þau látnu farið með ofangreind heit í kirkju. Aftur á móti höfðu þau þau lofað öðrum einstaklingum ást og tryggð. Með öðrum orðum, bæði voru gift en áttu í ástarsambandi sem var opinbert leyndarmál í heimabæ þeirra, New Brunswick, 

Karlmaðurinn var prestur í bænum, séra Edward Hall að nafni og konan, elskhugi hans, hét Eleanor Mills og var meðlimur í kirkjukórnum. Hafði ástarsamband þeirra hafist svo að segja strax og hann tók við brauðinu í bænum. Eiginmaður Eleanor hafði einnig sterk tengsl við kirkjuna, hann var þar kirkjuvörður auk þess að starfa sem húsvörður í grunnskóla. 

Séra Edward var aftur á móti kvæntur konu að nafni Frances Stevens en hún var töluvert eldri bónda sínum. Var það mál manna að sálnahirðirinn hefði einvörðungu kvænst henni vegna ríkidæmis hennar. 

Edward og Eleanor reyndu að halda sambandi sínu leyndu, sem ekki gekk tiltakanlega vel því fljótlega var það á allra vörum hversu náin presturinn og frúin í kirkjukórnum voru. Þau virtust varla geta haft augun hvort af öðru og snertust meira en eðlilegt mátti teljast af giftu fólki. Það er að segja fólki, giftu öðrum einstaklingum. 

Líkin eins og þau fundust.

Uppstillt lík

Það var augljóst að hver sá er myrti Edward og Eleanor hafði lagt töluvert á sig við að stilla líkunum þannig upp að að augljóst væri að um elskendur væri að ræða. Þrátt fyrir að líkin væru rotnuð mátti enn sjá að hönd prestsins hafði verið lögð um háls Eleanor og hafði hönd hennar verið sett ofarlega á læri Edward.

Og það sem meira var, ofan á og allt í kringum líkin lágu bréfsnifsi sem síðar kom í ljós að voru ástarbréf þeirra hvors til annars, rifin í tætlur. 

Fjöldi fólks mætti á svæðið.

Morðin vöktu eðlilega gríðarlega athygli, fréttin fór sem eldur í sinu um bæinn, og streymdi fólk að eplatrénu til að skoða staðinn sem morðin höfðu verið framin á. En ekki síður í þeirri von um að finna einhverja óhugnalega minjagripi um ódæðin. Og þar sem almenningur var sneggri til en lögregla var búið að stela öllu sem hugsanleg hefðu verið sönnunargögn, þegar yfirvöld loks létu loka af staðnum og hófu rannsókn. En það var alltof seint. Til að mynda var úr prestsins horfið en hvort morðinginn tók það með sér eða forvitinn bæjarbúi er ómögulegt að segja til um. 

Stórhýsi ríku ekkjunnar.

Fjölmiðlafár

Aldrei hafði annað eins fjölmiðlafár sést enda höfðu morðin til að bera allt sem vakti áhuga almennings, þar á meðal framhjáld guðsmanns, en hugsanlegur hórdómur parsins mun jafnvel hafa farið fram í sjálfri kirkjunni og forríka og mun eldri eiginkonu, sem var af einni fínustu og efnuðustu fjölskyldu bæjarins. Rataði sagan smám saman um land allt og stórblöð á við New York Times tóku heilu opnurnar undir morðin. Allra augu voru nú á smábænum New Brunswick.

Mjög fljótlega var farið að pískra um að hin auðuga prestfrú, Frances, hefði verið hugmyndasmiðurinn að baki morðunum og fengið bræður sína tvo sér til aðstoðar. 

Lögregla var á sömu skoðun og voru þremenningarnir handteknir og þau öll ákærð fyrir morðin. Réttarhöldin tóku mánuð, sem á þessum árum þótti óvenjulega langur tími. Svo að segja allir voru handvissir um að hin nýbakaða ekkja, Frances, og bræður hennar væru sek enda hafði Frances ástæðu. Hún hafði tilbeðið eiginmann sinn og vitað var að framhjáhald hans hafði tekið mjög á hana og hataði hún Eleanor af öllu hjarta. Og því má ekki gleyma að hún hafði ekki einungis verið skotin þrisvar, en Edward aðeins einu sinni, heldur hafði líki hennar verið misþyrmt, en ekkert slíkt gert við lík Edward. 

Ævintýralegt klúður

En sönnunargögnin skorti, ekki síst vegna ævintýralegs klúðurs lögreglu að loka ekki vettvang glæpanna af strax. Hvað sem hugsanlega hefði getað nýst sem sönnunargögn var horfið og sem dæmi má nefna að hvergi var að finna skóför þar sem mikil fjöldi manns hafði þrammað yfir morðstaðinn. Það eina sem saksóknaraembættið gat í raun sett fram var vitnisburður konu, svínabónda í nágrenninu, sem sagðist hafa séð þremenninga rétt við morðstaðinn á svipuðum tíma og morðin voru framin. 

En það var ekki nóg til að sanna fyrir kviðdómi, svo ekki léki nokkur vafi á, að Frances og bræður hennar hefðu framið morðin. 

Frances komst að öllum líkindum upp með morðin.

Í dag telja flestir sagnfræðingar, svo og áhugafólk um glæpi, að frú Frances og bræður hennar hafi næstum örugglega myrt Edward og Elenore. Og þótt málið sé enn opinberlega skráð óleyst, virðist það morgunljóst að Frances fékk þá hefnd sem hana dreymdi um.

Og komst upp með hana. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir