fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Arkitekt dauðans er tengdasonur Íslands – Fimm sturlaðar staðreyndir um tröllvaxinn eiginmann Ásu Guðbjargar sem er meintur raðmorðingi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. júlí 2023 16:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er gjarnan efst eða ofarlega á listum yfir öruggustu staði í heimi og höfum við litla reynslu eða þekkingu af svonefndum raðmorðingjum. Nágrannar okkar í Bandaríkjunum eru þó hoknir af reynslu í slíkum málum og hafa Íslendingar gjarnan fylgst náið með stærstu morðmálunum þar í landi, enda njóta heimildarmyndir, -þættir og -hlaðvörp um sakamál mikilla vinsælda.

Nú er svo komið að karlmaður hefur verið handtekinn í New York í Bandaríkjunum, grunaður um að vera hrottalegur raðmorðingi, en mörgum brá í brún þegar á daginn kom að hann er með töluverða tengingu við Ísland, enda kona hans, Ása Guðbjörg Ellerup, íslensk.

Er hann ákærður fyrir að hafa banað Melissu Barthelemy sem hvarf árið 2009, Megan Waterman og Amber Costello sem báðar hurfu 2010. Þar að auki er hann grunaður um morðið á Maureen Brainard-Barnes sem hvarf árið 2007. Munu allar konurnar hafa verið kynlífsverkakonur á þrítugsaldri. Fleiri lík hafa þó fundist við rannsókn málsins og er því talið að fórnarlömb séu í raun fleiri.

Líkin fundust við strandveg á Gilgo-ströndinni.

Ógnaði nágrönnum með exi

Rex Heuermann er 59 ára og starfar sem arkitekt í steinsteypu frumskóginum New York. Hann þykir beinskeyttur og á það til að vekja óhug þar sem hann er gífurlega hávaxinn. En hæð hans er ekki það eina sem vekur óhug. Einn nágranni hans greindi fjölmiðlum frá því að Rex hafi stundað það að stara illilega á nágranna á meðan hann sveiflaði exi í garði sínum.

Þykir Rex svo óhugnanlegur að nágrannarnir höfðu meinað börnum sínum að banka upp á hjá honum á Hrekkjavökunni.

„Hann var maður sem þú vildir ekki nálgast,“ sagði Nicolas Ferschaw, nágranni, í samtali við New York Times.

Aðrir hafa lýst honum sem furðufugl. Einn fyrrum kollegi sagði við New York Post: „Hann var alltaf skrítinn. Hann dólaði sér um og við vissum að eitthvað væri undarlegt við hann. Mér finnst skiljanlegt að hann sé raðmorðingi. Hann er furðufugl.“

Fyrrum bekkjarfélagar úr gagnfræðiskóla, þar á meðal leikarinn Billy Baldwin, hafa brugðist við fréttum af handtökunni.

„Hann fór með veggjum,“ sagði einn fyrrum samnemandi.

„Mér er óglatt yfir þessu,“ sagði annar og bætti við að hann byggi rétt hjá Rex og þætti málið því einstaklega ógnvekjandi.

„Hann skildi eftir litla ástarmiða í skólaskápnum mínum,“ sagði önnur.

Þrátt fyrir ofangreinda upplifun fólks af Rex þótti hann nokkuð virtur arkitekt sem hafði tekið að sér verkefni fyrir New York borg og stórfyrirtæki á borð við Target, American Airlines og Foot Locker.

Vissu hvaða mann hann hefði að geyma

Morðin sem Rex er sakaður um að bera ábyrgð á hafa fengið viðurnefnið Gilgo-strandar morðin. Rex er talinn hafa verið útsjónasamur við myrkraverk sín þar sem það tók lögreglu hátt í 15 ár að hafa hendur í hári hans. Málið á rætur að rekja allt til ársins 2010 þegar líkamsleifar fjögurra kvenna fundust á afskekktum hluta Gilgó-strandar. Allt í allt fundust lík 9 kvenna, karlmanns og ungabarns á svæðinu.

Árið 2011 lét lögregla ásamt afbrotafræðingum og öðrum sérfræðingum vinna skýrslu, svokallað profile, þar sem mátti finna lýsingu af því hvers konar maður gæti verið ábyrgur fyrir morðunum, en slíkar lýsingar eru notaðar til að hjálpa lögreglu að þrengja leitina.

Þar sagði: „Þetta er einhver sem getur gengið inn í herbergi og litið út fyrir að vera algjör meðaljón. Hann þarf að vera nógu sannfærandi og rökhugsandi til að sannfæra þessar konur að hitta sig undir þessum kringumstæðum. Hann er með góða félagsfærni. Hann gæti jafnvel verið heillandi.“

Þessi lýsing er sögð koma vel heim og saman við Rex. Aðrir sérfræðingar höfðu greint morðin og veitt því eftirtekt að svo virtist sem morðinginn væri virkur á tilteknum árstímum, sem benti til þess að hann væri að nýta tækifærið þegar annað hvort foreldrar hans, eða kona og börn væru fjarverandi í sumarfríi.

Rex er einmitt giftur, Ásu Guðbjörgu Ellerup. Hafa tvö börn verið tengd þeim í umfjöllunum fjölmiðla. Annars vegar stúlka á þrítugsaldri, Victoria sem fjölmiðlum ber ekki saman um hvort sé dóttur Ásu eða fyrrum eiginkonu Rex. Síðan segir að á heimilinu sé drengur með sérþarfir og er talið að Rex sé stjúpfaðir hans.

Búið er að sýna fram á að Ása hafi einmitt verið fjarverandi með börnum þeirra þegar þær Melissa, Megan og Amber hurfu.

Hár úr Ásu Guðbjörgu á þremur fórnarlömbum

Það var í gær sem Rex var ákærður fyrir þrjú morð. Lögmaður hans ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í gær og sagði skjólstæðing sinn neita sök. Það sem kom rannsókn lögreglu á hreyfingu voru gögn úr farsíma, kreditkortareikningur og erfðafræðirannsókn.

Hár úr karlmanni hafði fundist í strigapoka sem einu fórnarlambinu var komið fyrir í. Lögregla, sem byrjaði að fylgjast með Rex á seinasta ári, náði að komast yfir skorpu úr pitsakassa sem Rex hafði hent í ruslið fyrir utan heimili sitt. Þar fengu þeir erfðaefni hans.

Hár úr konu fundust hjá þremur fórnarlambanna, en talið er að þau hafi tilheyrt Ásu Guðbjörgu eftir að hárin voru borin saman við erfðaefni sem lögregla aflaði af flöskum sem fjölskyldan hafði hent. Hún er þó ekki grunuð um að hafa átt hlutdeild í morðunum, en hún var sannarlega ekki á svæðinu þegar þrjú þeirra áttu sér stað. Talið er líklegt að hár hennar hafi þvælst með búnaði sem Rex hafði með sér að heiman.

Þegar Rex er talinn hafa myrt eina konuna, var Ása stödd á Íslandi með börn þeirra.

Ása mætti í dómsal í gær þegar ákæran á hendur Rex var þingfest. Sagði hún við fjölmiðla.
„Látið mig í friði. Ég mun ekki segja neitt.“

New York Post lagðist yfir Twitter aðgang Ásu til að varpa betur ljósi á hver hún er. Þar er rakið að hún hafi haft áhuga á myndasögum og vísindaskáldskap. Henni hafi verið meinilla við að versla í mannmergð og köldu veðri.

Sjúkleg símtöl

Þau sönnunargögn sem eru sögð benda til sektar Rex eru fyrst og fremst bíll af gerðinni Chevrolet Avalance. Vitni sá slíkan bíl sækja eitt fórnarlambanna. Rex átti þannig bíl. Vitni höfðu einnig lýst manni sem liti út eins og tröll, hann væri risi, hvítur og á bilinu 190-200 sentimetrar á hæð. Hann væri með dökkt úfið hár, á fimmtugsaldri og hefði stór kringlótt gleraugu.

Síðan voru það óskráðir símar sem Rex hafði keypt og er sagður hafa notað til hafa samband við þær konur sem hann er talinn hafa myr, en allar þær fjórar konur sem hann er grunaður um að hafa banað höfðu átt í samskiptum við einhvern með óskráðan síma áður en þær hurfu.

Er hann svo talinn hafa notað farsíma Melissu og Maureen eftir að hann hafði banað þeim. Meðal annars hafi hann notað annan símann til að hringja í 16 ára systur Melissu til að hæðast að henni.

„Veistu hvað systir þín gerir? Hún er hóra.“

Hann hafi eins hringt í karlkyns ættingja Melissu og þar viðurkennt að hafa nauðgað og myrt hana.

Allar fjórar konurnar fundust í svipaðri stöðu, þær voru bundnar með áþekkum hætti með ýmist belti eða límbandi og þrjár þeirra voru vafnar inn í striga.

Fylgdist vel með rannsókn málsins

Einn símanna fannst á heimili Rex við húsleit í gær. Gögn frá Tinder sýna að þessi sími var tengdur við gerviaðgang á Tinder. Þar þóttist Rex heita Andrew, en hann notaði Google Pay til að borga fyrir áskrift á Tinder.

Er Rex eins sagður hafa notað tölvupóst með dulnefninu Thomas Hawk til að fletta upp óhugnanlegu efni á Google, þar á meðal „stúlka grátbiður um nauðgun klám“, „naktar þrælastúlkur“, „þybbin 10 ára grátandi stúlka“, „bundin og nauðgað klám“ og „10 ára skólastelpur“.

Hann hafi eins leitað að upplýsingum um sjálfan sig, eða með öðrum orðum um morðin og rannsókn þeirra. Hann hafi oftar en 200 sinnum á síðasta árinu leitað að hlutum eins og:

„Hvers vegna gat lögreglan ekki rakið símtöl sem Long Island raðmorðinginn hringdi?“

„Óupplýst mál raðmorðingja.“

„Allt um Long Island raðmorðingjann og Gilgo-strönd“

„8 ógnvekjandi raðmorðingjar sem eru enn virkir og tekst ekki að finna“

„Kort yfir alla þekkta raðmorðingja“ 

„Hvers vegna er ekki búið að handsaka Long Island raðmorðingjann“

Hann hafi líka leitað að hlaðvörpum um morðin og heimildamyndum og upplýsingum um meint fórnarlömb sín. Í gögnum sem ákæruvaldið lagði fram fyrir dómi þar sem farið var fram á að Rex yrði hnepptur í gæsluvarðhald og segir að hann hafi notað óskráða síma og netföng til að hafa samband við vændiskonur og til að framkvæma leit á netinu sem tengdust „kynlífi og vændi, ofbeldisfullu efni, efni sem tengist sadisma og barnaklámi“. Hann hafi eins fylst með rannsókn lögreglu og störfum starfshópsins sem fór fyrir rannsókninni.

Meint fórnarlömb

Maureen Brainard-Barnes var 25 ára þegar hún hvarf í júlí árið 2007. Hún starfaði sem kynlífsverkakona og hafði líka starfað sem fylgdarkona. Hún hafði farið til að hitta viðskiptavin og vinkona hennar tilkynnti um hvarf hennar fimm dögum síðar.

Melissa Barthelemy var 24 ára, smávaxin og um 130 cm á hæð. Hún starfaði sem kynlífsverkakona og sást seinast í júlí 2009. Hún sagði við kunningja að hún væri að fara að hitta mann og kæmi aftur morguninn eftir. Móðir hennar tilkynnti um hvarf hennar nokkrum dögum síðar.

Megan Waterman var 22 ára þegar hún fór að hitta vændiskaupanda í júní árið 2010. Fjölskylda hennar fór svo að hafa áhyggjur af henni þegar hún lét ekki heyra í sér, en Megan átti þriggja ára dóttur sem hún hringdi reglulega til að fá fréttir af.

Amber Lynn Costello var 27 ára og glímdi við fíknivanda sem hún fjármagnaði með vændi. Hún hafði farið í meðferð skömmu áður en hún hvarf, en hafði þó fallið. Hún sást síðast í september 2010 þegar hún var á leið að hitta skjólstæðing sem ætlaði að sækja hana.

Ekkert hafði meira spurst til þessarra fjögurra stúlkna eftir að þær hurfu. Það var ekki fyrr en að fimmta konan, Shannan Gilbert, hvarf sem hjólin fóru að snúast.

Shannan Gilbert  var kynlífsverkakona sem hafði farið að hitta viðskiptavin í maí árið 2010. Eitthvað kom upp í þeim viðskiptum en maðurinn sem var að kaupa af henni vændi bað bílstjórann sem ók Shannon á vettvang um að koma henni þaðan. Shannan var ekki á því og flúði á endanum af vettvangi og hvarf í kjölfarið. Það var leit að henni sem varð til þess að þær fjórar stúlkur sem nefndar eru hér að ofan fundust. En fyrst fannst Melissa, og nokkrum dögum síðar fundust hinar þrjár.

Shannan fannst svo látin ári síðar, en ekki er talið að hún hafi verið fórnarlamb Rex. Áður en að Shannan fannst fundust þó enn einar líkamsleifarnar. Sú kona hafði líka starfað sem fylgdarkona og hét Jessica Taylor. Þrennar líkamsleifar fundust til viðbótar skömmu síðar. Eitt af stúlkubarni, annað var af asískum karlmanni – en þó gengur sú kenning að um sé að ræða trans konu – sem ekki hefur tekist að bera kennsl á, og það þriðja af konu sem reyndist vera Valerie Mack, en ekki tókst að bera kennsl á hana fyrr en árið 2020. Hennar hafði verið saknað síðan árið 2000 og hún hafði einnig starfað í vændi.

Við frekari rannsókn fundust tvö lík til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!