fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Eiginmaður vildi opið hjónaband en hætti við eftir að karlmenn flykktust að eiginkonunni

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 14. júlí 2023 14:00

Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski fjölmiðilinn Mirror segir frá notanda vefsvæðisins Reddit. Notandinn segist vera 40 ára gömul kona og sagði lesendum Reddit frá nýjustu vendingum í hjónabandi sínu.

Konan og eiginmaður hennar eiga saman tvö börn og henni var mjög brugðið þegar eiginmaðurinn tjáði henni einn daginn að hann vildi opna hjónabandið. Konan segist hafa komist í mikið uppnám og velt fyrir sér hvort eiginmaðurinn elskaði hana ennþá, hvort hann væri að halda framhjá henni eða hvort hann laðaðist ekki lengur að henni. Eftir að hafa eytt heilum degi í þessar vangaveltur ákvað hún að samþykkja beiðnina og vera opin fyrir því að komast í samband við aðra karlmenn. Þetta segist hún hafa ákveðið á endanum vegna þess hversu heitt hún elskaði eiginmann sinn.

Konan hlóð niður stefnumótaappinu Tinder og á tveimur dögum small hún saman (e. match) við 2000 karlmenn. Við þetta reiddist eiginmaðurinn og sá eftir ákvörðun sinni. Hann vildi að allt yrði eins og áður og krafðist þess að konan myndi eyða aðgangi sínum að Tinder.

Uppnámið sem konan var í minnkaði ekkert við þetta. Hún hafði staðið í þeirri meiningu að hjónabandið stæði í miklum blóma. Þau eiga börnin, fallegt heimili, eru í góðu störfum, kynlíf þeirra sé frábært og þau eigi margt sameiginlegt.

Hún segir að eiginmaðurinn hafi sagst vilja eitthvað nýtt og spennandi og hún hafi skráð sig á Tinder ekki síst til að sanna fyrir honum að hún yrði eftirsótt. Samt sem áður setti hún inn mynd sem var, að hennar sögn, ekki góð og tók sérstaklega fram á prófílnum sínum að hún væri tveggja barna móðir og í opnu hjónabandi.

Þrátt fyrir að eiginmaðurinn hafi skipt um skoðun segist eiginkonan ekki geta gleymt þessu. Notendur Reddit hafa hvatt eiginkonuna til að benda eignmanninum á eitthvað annað spennandi en aðrar konur til dæmis að kaupa sportbíl, mótorhjól, fara í fallhlífarstökk eða finna sér nýtt áhugamál.

Einum notanda fannst hins vegar ekki mikið til eiginmannsins koma. Hann sagði eiginmanninum greinilega hafa leiðst en væri laus við allt ímyndunarafl og þess vegna hefði hugur hans leitað beint í ræsið. Hann hefði brugðist trausti eiginkonunnar og skaðað þá ímynd sem hún hafði af honum til frambúðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set