fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi á Djúpavogi – Keyrði lyftara á ferðamann – „Þá finn ég bara smá högg“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt mann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa gerst sekur um manndráp af gáleysi þann 21. júní fyrra. Slysið átti sér stað við á hafnarsvæði í Gleðivík á Djúpavogi og komst dómstólinn að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi sýnt af sér „vítavert gáleysi“ þegar hann var að keyra lyftara með fjórum fiskikörum í vinnu sinni og endaði með því að keyra á vegfaranda, erlendan ferðamann á sjötugsaldri, sem kramdist undir göfflum lyftarans og lést af sárum sínum.

Erlendi ferðamaðurinn var staddur á svæðinu að taka myndir og njóta listaverksins Eggin í Gleðivík og taka af þeim myndir. Eiginkona mannsins var viðstödd slysið og bar vitni í málinu auk annars pars.

Afleiðing slyssins var sú að mikil umræða skapaðist um öryggi vegfarenda á svæðinu og var  ákveðið var að færa listaverkin til að tryggja það.

Neitaði sök í málinu

Maðurinn neitaði sök í málinu og krafðist sýknu á grundvelli þess að hann hefði sýnt af sér þá aðgæslu sem hægt var að ætl­ast til af hon­um í ljósi aðstæðna. Ákæra lögreglustjórans á Austurlandi hljóðaði á þá leið að maðurinn hefði ekið vinnutækinu án nægilegrar athygli og að út­sýni hans fram fyr­ir öku­tækið hafi að miklu leyti verið tak­markað vegna hinna fjög­urra fiskikara sem voru óbundin í staffla á gaffli lyftarans. Þessu hafnaði maðurinn og sagðist hafa haft nægt útsýni og getað séð í gegnum raufar á milli fiskikaranna. „Ég sé í gegnum körin og ég sé mjög vel til hliðar,“ sagði maðurinn fyrir dómi.

Atvikinu lýsti maðurinn þannig.

„Svo bara er ég að fylgjast með og náttúrulega get ekki alveg verið með augun hringinn í kringum mig en er samt að fylgjast eins vel með og ég mögulega get. … Þetta eru einhverjir 15 til 20 metrar sem ég er að keyra og þá finn ég bara smá högg og átta mig ekki alveg strax á því en þetta virtist vera það lítið högg samt sko ..“

Niðurstaða dómstólsin var á þá leið að hann hefði sýnt af sér „vítavert gáleysi“. Fiskikörin hafi verið óbundin á göfflunum og maðurinn hafi ekki ekki gætt þess að halda öku­tæk­inu eins langt til hægri og unnt var með til­liti til um­ferðar.

Eins og áður segir niðurstaða Héraðsdóms Austurlands 45 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða 2.832.408 krónur í sakarkostnað.

Hér má lesa dóminn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg