fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Alli var misnotaður af vini móður sinnar sem barn og fór að selja eiturlyf snemma – „Ég var sex ára gamall“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Dele Alli mætti í viðtal við Gary Neville og opnaði sig um afar erfiða tíma undanfarið sem og í lífinu yfirhöfið. Meðal annars sagði Alli frá því að hann hafi verið misnotaður í æsku.

Hinn 27 ára gamli Alli þótti eitt sinn einn efnilegasti leikmaður heims. Ferill hans hefur hins vegar farið niður á við undanfarin ár. Hann yfirgaf Tottenham fyrir Everton í janúar 2022 en ekkert gekk upp þar. Hann var svo lánaður til Besiktas í Tyrklandi fyrir síðustu leiktíð.

Þar gekk hins vegar lítið upp hjá Alli heldur og í apríl sneri hann aftur til Englands vegna meiðsla.

Meira
Alli opnar sig upp á gátt eftir erfiða tíma – „Kominn tími til að segja fólki hvað hefur verið í gangi… ég hef falið þetta í langan tíma“

„Þegar ég var sex ára gamall var ég misnotaður kynferðislega af vini móður minnar. Hún var alkahólisti,“ sagði Alli og átti skiljanlega erfitt með að halda aftur af tárunum, sem og Neville.

Æska Alli var almennt mjög erfið.

„Þegar ég var sjö ára byrjaði ég að reykja og átta ára gamall var ég farinn að selja eiturlyf. Eldri manneskja sagði við mig að þeir myndu aldrei stöðva barn á hjóli svo ég hjólaði um með fótboltann minn en undir voru eiturlyf.

Þegar Alli var 12 ára gamall var hann hins vegar ættleiddur af góðri fjölskyldu. Þá breyttist lífið til hins betra.

„Ég hefði ekki getað beðið um betra fólk til að sjá um mig. Ef guð bjó til fólk voru það þau. Þau voru ótrúleg og hjálpuðu mér mikið.

Ég átti samt erfitt með að opna mig fyrir þeim því mér leið eins og þau gætu alltaf losað sig við mig,“ sagði Alli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
433Sport
Í gær

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Í gær

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi