Inter hefur lagt fram annað tilboð í Romelu Lukaku að sögn helstu miðla.
Ítalska félagið reynir að fá leikmanninn til sín frá Chelsea á ný.
Lukaku gekk í raðir Chelsea frá Inter sumarið 2021 fyrir næstum 100 milljónir punda. Belgíski framherjinn stóð hins vegar engan veginn undir væntingum hjá Chelsea og var lánaður til Inter á ný síðasta sumar.
Hann virðist ekki eiga neina framtíð hjá Chelsea og vill halda aftur til Inter í sumar.
Ítalska félagið gerði tilboð í hann á dögunum þar sem það hefði fengið Lukaku á láni og þurft að kaupa hann næsta sumar. Chelsea taldi það tilboð óásættanlegt.
Nú hefur Inter hins vegar lagt fram 30 milljóna evra tilboð í Lukaku, auk árangurstengdra greiðslna síðar meir.