CNN segir að hann hafi verið rekinn úr starfi fyrir að gagnrýna ráðuneytið fyrir að styðja ekki nægilega vel við bakið á hermönnum.
Hann stýrði þeim herdeildum sem hafa barist í Zaporizjzja og einn hæst setti rússneski hershöfðinginn sem hefur komið að innrás Rússa í Úkraínu.
Popov birti hljóðupptöku á Telegram þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af skorti á skotfærum og njósnasveitum auk „fjöldadauða bræðra okkar og tjóns af völdum stórskotaliðs óvinarins“.
„Ég hef einnig vakið athygli á fjölda annarra vandamála og skýrt frá þeim á æðstu stöðum án þess að skafa nokkuð utan af hlutunum,“ sagði hann að sögn CNN.
Þetta fór illa í Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sem er sagður hafa rekið hann úr starfi.