Í dag munu eiga sér stað mikilvægar viðræður á milli Manchester United og Inter um markvörðinn Andre Onana.
Onana hefur verið sterklega orðaður við United undanfarið og viðræður eru sagðar þokast í rétta átt. Allir eru til í að láta skiptin ganga upp.
United bauð í 38,5 milljónir punda í Onana á dögunum en Inter hefur viljað 51 milljón punda. Búist er við að félögin hittist á miðri leið.
Onana er 27 ára gamall frá Kamerún en hann og Erik ten Hag stjóri United unnu saman hjá Ajax.
Ljóst er að dagurinn í dag mun hafa mikið að segja um framtíð Onana.
Understand Thursday is the crucial day to make André Onana deal happen. Man United and Inter will speak tomorrow 🚨🔴🇨🇲 #MUFC
Optimism remains after negotiations in last hours — after some tense moment.
Next 24h will be very important for this deal, as expected since last week. pic.twitter.com/kSefOzEy22
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 12, 2023