Fyrrum knattspyrnumaðurinn og glaumgosinn Antonio Cassano fagnar 41 árs afmæli sínu í dag. Í tilefni að því gerði breska götublaðið Daily Star smá samantekt um kappann.
Cassano ólst upp hjá Bari en fór til Roma 2001. Þrátt fyrir skrautlegan lífsstíl utan vallar var hann frábær utan hans og fékk skipti til Real Madrid árið 2006.
Þegar Cassano var aðeins 25 ára gamall segist hann hafa verið búinn að sofa hjá 6-700 konum, þar af 20 frægum.
„Í Madríd átti ég vin sem þjónaði á hóteli. Hans starf var að koma með bakkelsi fyrir mig eftir að ég stundaði kynlíf. Hann kom með bakkelsið til mín og fylgdi dömunni svo út. Þetta voru skipti. Kynlíf og matur, fullkomið kvöld,“ skrifaði Cassano í bók sína.
Lífið var ekki bara dans á rósum hjá Cassano hjá Roma. Hann lenti uppi á kant við bæði Fabio Capello og Luciano Spalletti, knattspyrnustjóra.
Í Madríd var hann svo sektaður fyrir að þyngjast, en eins og áður hefur komið fram þótti Cassano matur góður.
Heilt yfir átti Cassano þó frábæran feril og fyrir utan Roma og Real Madrid spilaði hann einnig fyrir lið á borð við AC Milan og Inter áður en hann lagði skóna á hilluna 2017 sem leikmaður Verona.
Þá lék Cassano 39 A-landsleiki fyrir hönd Ítalíu. Skoraði hann 10 mörk í þeim.
Sem fyrr segir var hann þó oft þekktari fyrir vesen utan vallar. Á EM 2012 viðhafði hann til dæmis þau ummæli að hann vildi ekki hafa neina samkynhneigða leikmenn í ítalska landsliðshópnum.
Í dag er Cassano hins vegar fjölskyldumaður með eiginkonu og tvö börn.