Tómas Guðbjartsson læknir og göngumaður er eins og fleiri búnir að gera sér ferð að nýja gosinu á Reykjanesi.
Deilir hann heldur óhugnanlegri mynd af erlendum ferðamanni við gosstöðvarnar á Facebook-síðu sinni.
„Sumir eru með betri líftryggingu en aðrir!,“ segir Tómas, en á myndinni má sjá ferðamanninn standa á hól rétt hjá glóandi hrauninu.
„Nokkrum klst. áður gaus á sprungunni sem myndaði hólinn. Þessi útlenski ferðamaður hefur greinilega upplifað sjóðheitt frí á Íslandi.“