Rodrigo er á förum frá Leeds til Katar.
Þessi 32 ára gamli leikmaður hefur verið hjá Leeds síðan 2020 eða frá því liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Leeds féll hins vegar í vor og hafa miklar breytingar orðið.
Nú er Rodrigo á leið út um dyrnar og að ganga í raðir Al Rayyan í Sádi-Arabíu. The Athletic segir frá þessu og að þetta sé nánast frágengið.
Rodrigo skoraði 28 mörk í 97 leikjum fyrir Leeds á tíma sínum þar.