Á dögunum var sagt frá því að Fulham nálgaðist samkomulagi við Willian um nýjan samning leikmannsins.
Samningur hins 34 ára gamla Willian er runninn út og hafnaði kappinn nýjum eins árs samningi Lundúnafélagsins á dögunum. Var hann ósáttur með launin sem hann hefði fengið á nýjum samningi.
Í síðustu viku var hins vegar sagt að Fulham hefði komið með betra tilboð að borðinu og að Willian ætlaði sér að samþykkja það.
Samkvæmt nýjustu fréttum ætlar Nottingham Forest hins vegar að veita Fulham samkeppni um leikmanninn.
Þá fylgjast félög í Sádi-Arabíu einnig með gangi mála. Það er því alls óljóst hvert næsta skref verður á ferli Brasilíumannsins.
Willian sneri aftur í enska boltann síðasta sumar frá Corinthians og stóð sig afar vel með nýliðum Fulham. Leikmaðurinn kom að 11 mörkum í 27 leikjum.
Understand Nottingham Forest and also Fulham have sent formal proposals to Willian as he’s currently free agent 🇧🇷
Saudi clubs are also approaching the Brazilian winger, one more option 🇸🇦
Decision expected in the next days. pic.twitter.com/v1tNsN5rqE
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 12, 2023