fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Umfangsmikil lögregluaðgerð endaði með að bílaþjófur var handtekinn við Lyngás – Sjáðu myndbandið

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem stal bíl og lögregla veitti eftirför um höfuðborgarsvæðið var handtekinn við Lyngás í Garðabæ á öðrum tímanum í dag.

Hér má sjá myndband af handtökunni en um umfangsmikla aðgerð var að ræða.

Lögregluaðgerð við Lyngás

Samkvæmt umfjöllun RÚV barst lögreglunni tilkynning um 12:38 að bíl af gerðinni Toyota Land Cruiser hafi verið stolið í Garðabæ. Lögregla hóf þegar eftirför og bárust leikar úr Garðabæ og eftir Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð og áfram þar til bílþjófurinn snéri við til móts við álverið í Straumsvík. Þaðan keyrði maðurinn aftur í gegnum Hafnarfjörð, svo um Kauptún og Hraunahverfið og að lokum inn í Lyngás þar sem hann stoppaði bílinn og var handtekinn af fjölmennu liði lögreglu.

Samkvæmt sjónarvotti urðu töluverð átök þegar maðurinn var handtekinn og áttu fjölmargir lögreglumenn fullt í fangi með að hafa manninn undir.

Að sögn aðalvarðstjóra var bíllinn á gríðarlegum hraða eða iðulega um 150 kílómetra hraða á klukkustund. Þá urðu lögreglumenn meðal annars fyrir því óhappi að missa stjórn á lögreglubíl, lenda utan vegar og á ljósastaur. Betur fór þó en á horfðist og engin slys urðu á fólki vegna aðgerðarinnar.

Auk þjófnaðarins er maðurinn grunaður um að hafa keyrt undir áhrifum en hann er í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Hide picture