fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Skurðlæknir myrtur á læknastofu

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 14:03

Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skurðlæknir í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum var í gær skotinn til bana af sjúklingi á læknastofunni þar sem hann starfar. Að sögn the New York Post beið sjúklingurinn á stofunni í marga klukkutíma áður en hann myrti lækninn, Benjamin Mauck.

Morðið var framið í einu af skoðunarherbergjum læknastofunnar sem sérhæfir sig í bæklunarlækningum og er staðsett í bænum Collierville. Lögreglustjóri bæjarins sagði morðingjann aðeins hafa beint sjónum sínum að Mauck en hlíft öðru starfsfólki og sjúklingum.

Morðinginn skaut Mauck með skammbyssu og hljóp svo út af læknastofunni en lögreglan var þegar komin á staðinn og handtók hann. Nafn og aldur morðingjans hefur ekki verið gefið upp.

Sérsvið Mauck var bæklunaraðgerðir á olnbogum, höndum og úlnliðum. Hann hafði starfað á læknastofunni síðan 2012 og var nýlega á lista yfir bestu lækna á svæðinu.

Læknastofan sagði í yfirlýsingu atburðinn vera hryllilegan og missinn skelfilegan. Hugur og bænir allra á stofunni væru hjá fjölskyldu Mauck.

Hugsanlegur ástæður árásarinnar eru til rannsóknar en heyrst hefur að morðinginn hafi í um vikutíma fyrir árásina haft í hótunum við annan starfsmann læknastofunnar.

Stjórnmálamenn í Tennessee sem berjast fyrir hertri byssulöggjöf segja þetta enn eitt dæmi um morð sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með því t.d. að veita lagaheimildir fyrir því að neita manneskju um aðgang að skotvopni sem standi í hótunum við aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift