fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Ef Gylfi fer í Val er hann ekki sagður hafa neinn áhuga á peningum – „Peningarnir fari í góðgerðarmál“

433
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að æfa með Val en möguleiki er á að hann semji við félagið. Gylfi hefur átt í viðræðum við DC United í Bandaríkjunum en óvíst er hvort hann fari þangað.

Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár en hefur vakið athygli á æfingum Vals en hann verður 34 ára gamall síðar á þessu ári.

Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football ræddi málið í dag. „Ég hef heyrt að mekinn í Gylfa dealnum við Val sé, að hann hafi ekki neinn sérstakan áhuga á peningum frá þeim. Fær eitthvað fyrir leik og peningarnir fari í góðgerðarmál,“ sagði Hjörvar en tók það fram að þetta væri ekki staðfest.

video
play-sharp-fill

Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur þáttarins tók undir þetta. „Ég er búinn að heyra þetta líka, hann vilji aukalega sjúkraþjálfun og utanumhald,“ segir Hrafnkell.

Hjörvar segir að Gylfi sé að komast í takt en að hann hafi ekki hlustað á öll ráð. „Sagan segir að sjúkraþjálfari hafi ráðlagt honum að taka hálftíma æfingu til að byrja með, hann tók heila 80 mínútna og var að drepast í skrokknum eftir það.“

Hjörvar telur að það hjálpi Val að hafa Arnar Grétarsson sem þjálfara. „Addi Grétars er algjör atvinnumaður, hann kann þetta. Akureyringar eru núna að átta sig á því að það var proffi á æfingasvæðinu. Það gæti hjálpað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Í gær

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt
Hide picture