Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, nýtti sumarið vel til að æfa vel og koma sér enn betra form en áður.
Sögur hafa verið á kreiki um að Henderson fari frá Liverpool í sumar en hann hefur hafnað því að fara til Sádí Arabíu.
Henderson mætti í mælingar hjá Liverpool í vikunni og samherjar hans virtust ansi hrifnir af líkamlegu ástandi hans.
Henderson hefur tekið vel á því og má heyra Andy Robertson og Mo Salah dásama hann þar sem Henderson stendur ber að ofan.
Myndband af þessu er hér að neðan.
A warm welcome back from Mo and Robbo for @JHenderson 😅🥊 pic.twitter.com/6fh5TuQzn8
— Liverpool FC (@LFC) July 11, 2023