Cristiano Ronaldo er mættur til æfinga hjá Al-Nassr í Sádí Arabíu og er ánægður með það en staða félagsins er hins vegar ekki góð.
Al-Nassr hefur verið dæmt í félagaskiptabann af FIFA vegna þess að félagið hefur ekki gert upp skuldir sínar.
“Good to be back!🙌🏼⚽️ pic.twitter.com/KEEGe5zuWA
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) July 12, 2023
Al-Nassr hefur ekki gert upp við Leicester City eftir að félagið keypti Ahmed Musa frá félaginu.
Snýst þetta um bónusgreiðslur sem Al-Nassr átti að borga vegna kaupanna en gerði ekki. Upphæðin er þó lítil í samanburði við peningana í Sádí Arabíu, félagið skuldar Leicester 390 þúsund pund eða tæpar 70 milljónir króna.
Í samanburði fær Ronaldo 175 milljónir punda í árslaun hjá Al-Nassr en hann gekk í raðir félagsins í janúar og síðan hafa stjörnurnar sótt í peningana í Sádí.
Al-Nassr have been banned by FIFA from registering new players for failing to pay add-ons owed to Leicester as part of the Ahmed Musa deal. Between 2018-20 Musa triggered £390k (€460k) in performance-related add-ons, which are yet to be paid despite CAS ruling in #LCFC's favour. pic.twitter.com/IlR1T2kuuE
— Ben Jacobs (@JacobsBen) July 12, 2023