George Alexander Louis prins
Þrátt fyrir að vera aðeins 9 ára eru eignir prinsins metnar á milljarða. Og það á eftir að bætast í enda mun drengurinn verða kóngur Bretlands í framtíðinni.
Moylay Hassan prins
Krónprins Marókkó lætur Gogga prins líta út eins og öreiga en nettóvirði hans er 1.557.899.000 dollarar.
Hann virðist taka hlutverk sitt alvarlega og undanfarin ár hefur hann sótt mörg konungleg samkvæmi ásamt föður sínum, Mohammed VI.
Ivy Blue, Rumi og Sir
Afkvæmi ofurparsins Beyonce og Jay–Z þarf aldrei að kvíða fátækt. Hjónin mun hafa lagt til hliðar 778,950,000 dollara fyrir börnin þegar þau verða eldri. Og þá er ekki tekið tillit til hvað þau munu erfa.
Dannielynn Hope Marshall Birkhead
Dannielynn er dóttir Anna Nicole Smith sálugu og erfði hún 57 milljónir eftir móður sína. Þar til hún hefur aldur til sér faðir hennar, Larry Birkhead, um millurnar.
Nick D’aloisio
Nick D’aloisio heur verið kallaðar áhrifamesti unglingur heims af tímaritinu TIme. Það er af því að hann er snillingurinn sem hannað app fyrir IOS stýrikerfið, aðeins 15 ára gamall. Hann seldi síðan appið, Summly, til Yahoo fyrir 30 milljónir dollara.
Ryan Kaji
Ryan var á tímabili einn vinsælasti áhrifavaldur á YouTube. Hann var með rás fyrir krakka þar sem hann sýnd ný leikföng og prófaði nýja tölvuleiki. Var hann með 27 milljón fylgjendur og sem dæmi má nefna að árið 2020 græddi hann um 30 milljónir dollara og kom stærsti hlutinn frá framleiðendum leikfanga og leikja.
Valentina Paloma Pinault
Valentina er dóttir leikkonunnar Salma Haek og franska milljarðamæringsins Francois–Henri Pinault. Auðæfi hennar eru metin á 12 milljónir dollara í dag en sú upphæð margfaldast þegar hún erfir föður sinn.
North, Saint, Chicago And Psalm West
Afkvæmi Kim Kardashian and Kanye West eru metin á 62 milljónir dollara en það er bara byrjunin. Báðir foreldrar, og ekki síst móðurættin, er afar lagin við að afla sér fjár og mun eflaust koma þeirri þekkingu áleiðis til barnanna.
Pax, Zahara, Shiloh, Knox And Vivienne Jolie–Pitt
Börn Angelinu Jolie og Brad Pitt hafa alist upp í sviðsljósinu og virðast alls óhrædd við það.
Og þótt að Jolie og Pitt séu skilin setja þau veglegar upphæðir í sjóði sem börnin fá aðgengi að þegar þau eldast.
Í dag eru systkini metin á hvorki meira né minna en 389 milljónir.