fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sagður hafa troðið tungunni niður kokið á 16 ára barnastjörnu – „Mér var gróflega misboðið“

Fókus
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 21:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Alexa Nikolas, sem sló í gegn sem unglingur í þáttunum Zoey 101, hefur nú stigið fram og sakað leikarann Jonah Hill og áreitni.

Þessi ásökun kemur i kjölfar þess að fyrrverandi kærasta Jonah, Sarah Brady, opnaði sig um samband sitt við leikarann og sagði hann hafa beitt hana andlegu ofbeldi sem meðal annars hafi falist í sjúklegri stjórnsemi og gaslýsingu. Jonah hafi bannað henni að birta myndir af sér fáklæddri, meinað henni að eiga vini af gagnstæðu kyni sem og vinkonur sem væru ekki í reglu. Hann hafi ítrekað vísað til þess að hann væri að setja „mörk“ í sambandi þeirra sem henni bæri að virða eða slíta sambandinu. Gerði hann þetta með vísan til eigin geðheilsu. Hafa netverjar bent á að mörk setur maður gagnvart sjálfum sér, ekki gagnvart því hvernig ástvinir lifa lífi sínu eða klæða sig.

En aftur að Alexu. Hún segir að Jonah hafi kysst hana án samþykkis þegar hún var aðeins 16 ára gömul, en Jonah var þá 24 ára.

Alexa greindi frá því á Twitter að hún hafi hitt leikarann í teiti sem haldið var hjá leikaranum Justin Long. Þá hafi Jonah komið upp að henni og boðið henni sígarettu. Hún hafi ákveðið að þiggja það boð og farið með honum út úr húsnæðinu.

„Jonah Hill rétti mér svo ekki sígarettu, sem mér fannst skrítið, og svo þegar við gengum aftur að innganginum bað ég hann að rétta mér eina og þá sagði hann ekki orð heldur fleygði mér á hurðina og tróð tungunni á sér niður kokið á mér. Mér var gróflega misboðið, ýtti honum af mér og hljóp aftur inn.“

PageSix leitaði viðbragða leikarans við þessari nýju ásökun, en hann þverneitar því að málið eigi sér stoð í raunveruleikanum.

Alexa stendur þó fast við frásögn sína og sagði við miðilinn að hún hafi verið dauðhrædd eftir umrætt atvik.

„Ég var barn svo augljóslega varð ég óttaslegin og reið. Því miður var þetta ekki í fyrsta skiptið sem ég var beitt ofbeldi eða hlutgerð á barnsaldri.“

Þegar Jonah kyssti hana hafi hún verið undir áhrifum áfengis og það hafi ekki hjálpað dómgreind hennar í eftirmála atviksins. Jonah hafi vitað vel að hún væri ekki lögráða, enda hefðu aðrir gestir í partýinu haft ítrekað orð á því og gert grín að ungum aldri hennar og vina hennar.

Talsmaður Justin Long sagði við PageSix að leikaranum hafi ekki verið kunnugt um atvikið fyrr en nú, enda séu næstum tveir áratugir síðan að þetta mun hafa átt sér stað.

„Þó á Justin standi með öllum þolendum ofbeldis, þá er raunin sú að hann hefur enga vitneskju um hvað gerðist eða gerðist ekki hvað varðar fröken Nikolas.

Alexa er baráttukona gegn kynferðisofbeldi og hefur eins barist gegn þeim sem áreita og brjóta gegn ungum leikurum. Hún segist hafa ákveðið á sínum tíma að leita ekki réttar síns gegn Jonah þar sem móðir hennar hafi ekki vitað að hún hefði farið í partý. Nú sé tími kominn til þess að gerendur þurfi að bera ábyrgð.

Hún kærði árið 2021 fyrrum eiginmann sinn sem hún sagði hafa misnotað sig kynferðislega, beitt sig líkamlegu ofbeldi og grúmað hana þegar hún var ólögráða. Hún féll svo frá málinu, en sagðist ætla að leggja það fram að nýju síðar.

Hún segist stíga fram nú því hún vill styðja við frásögn fyrrverandi kærustu Jonah sem hafi sýnt gífurlegt hugrekki er hún deildi reynslu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“