Samkvæmt heimildum 433.is eru mestar líkru á því að hægri bakvörðurinn, Alex Freyr Elísson gangi í raðir KA nú þegar félagaskiptaglugginn opnar í næstu viku.
Alex Freyr vill fara frá Blikum en Fylkir, KA og fleiri lið hafa opnað samtalið við Breiðablik um að fá hann.
Alex Freyr er spenntastur fyrir því að fara til KA samkvæmt heimildum og eru viðræður hans við félagið nú í gangi.
Alex Freyr gekk í raðir Íslandsmeistara Blika frá Fram í vetur en hefur ekki tekist að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið.
Kappinn hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum í Bestu deildinni það sem af er sumri. Þá er hann oft ekki í leikmannahópi Blika.
Sem fyrr segir vill Alex Freyr halda annað á lán í félagaskiptaglugganum sem opnar um miðjan mánuðinn. Hann er samningsbundinn Breiðabliki tvö tímabil til viðbótar.