fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Mestar líkur á því að Alex Freyr gangi í raðir KA

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 21:30

Alex Freyr hefur spilað með tveimur liðum í sumar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is eru mestar líkru á því að hægri bakvörðurinn, Alex Freyr Elísson gangi í raðir KA nú þegar félagaskiptaglugginn opnar í næstu viku.

Alex Freyr vill fara frá Blikum en Fylkir, KA og fleiri lið hafa opnað samtalið við Breiðablik um að fá hann.

Alex Freyr er spenntastur fyrir því að fara til KA samkvæmt heimildum og eru viðræður hans við félagið nú í gangi.

Alex Freyr gekk í raðir Íslandsmeistara Blika frá Fram í vetur en hefur ekki tekist að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið.

Kappinn hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum í Bestu deildinni það sem af er sumri. Þá er hann oft ekki í leikmannahópi Blika.

Sem fyrr segir vill Alex Freyr halda annað á lán í félagaskiptaglugganum sem opnar um miðjan mánuðinn. Hann er samningsbundinn Breiðabliki tvö tímabil til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gary O’Neil rekinn frá Wolves

Gary O’Neil rekinn frá Wolves
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Í gær

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa