Vísindamenn notuðu tæki bílsins til að taka sandsýni á norðurheimskautinu og telja að þeir hafi sönnun þess að vatn hafi verið þar mun síðar en talið hefur verið fram að þessu.
Live Science segir að rannsókn kínversku vísindamannanna hafi verið birt í vísindaritinu Science Advances í apríl.
Vísindamenn hafa leitað að sönnun tilvistar vatns á Mars allt frá síðari hluta nítjándu aldar en þá töldu stjörnufræðingar sig sjá „áveitur“ á yfirborðinu.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að smávegis magn af frosnu vatni er á yfirborði Mars, nærri heimskautunum og í gígum. Vísindamenn telja að vatnið hafi gufað upp á öðrum svæðum plánetunnar fyrir milljörðum ára.