Þetta kemur fram í stöðufærslu breska varnarmálaráðuneytisins sem var birt á Twitter.
Segir ráðuneytið að úkraínskar hersveitir hafi sótt fram bæði norðan og sunnan við bæinn. Líklega sé mórallinn meðal rússnesku hermannanna ekki upp á það besta, varnarsveitir þeirra séu blanda ólíkra herdeilda og þeir hafi takmarkaða getu til að finna og hæfa rússneska stórskotaliðið.
Ráðuneytið segir einnig að ólíklegt sé að Rússar séu með nægilega mikið af hermönnum til að verja allan bæinn og að það sé óásættanlegt í huga Rússa að missa bæinn í hendur Úkraínumanna.
Bakhmut er pólitísk táknmynd og orustan um bæinn í vetur og vor er ein fárra sem Rússar geta stært sig af að hafa unnið. Fórnarkostnaðurinn var þó ærinn en vestrænir sérfræðingar telja að þeir hafi misst tugi þúsunda hermanna í baráttunni um þennan litla bæ sem hefur litla sem enga hernaðarlega þýðingu.