fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Rússneskur hershöfðingi sagður hafa fallið í flugskeytaárás

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 04:08

Oleg Tsokov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski hershöfðinginn Oleg Tsokov er sagður hafa fallið í flugskeytaárás Úkraínumann á bæinn Berdjansk í gær.

CNN hefur þetta meðal annars eftir Petro Andriushchenko, ráðgjafa úkraínska borgarstjórans í Maríupól en sá er raunar ekki í borginni því hún er á valdi Rússa.

Engar opinberar tilkynningar hafa borist frá Rússum um málið en margir rússneskir herbloggarar hafa skýrt frá þessu á Telegram.

Hin rússneska Military Informant síðan skrifaði að Tsokov hafi fallið þegar Úkraínumenn gerðu árás á Berdjansk með breskum Storm Shadow stýriflaugum. Síðan er með rúmlega 600.000 fylgjendur.

Ef þetta er rétt, þá er Tsokov níundi rússneski hershöfðinginn sem fellur í stríðinu og raunar sá hæst setti að sögn The Telegraph.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg