fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Fréttir

„Vegabréf útlendings“ fannst í sendiráði Íslands

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 15:18

Aldís Sigfúsdóttir og Stefán Haukur Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanríkisráðuneytið segir frá því á Facebook-síðu sinni að við tiltekt í sendiráði Íslands í Japan hafi fundist útrunnið og gatað „vegabréf útlendings“ í nafni Roberts nokkurs James Fischer. Þarna var um að ræða vegabréf fyrrum skáksnillingsins Bobby Fischer sem gefið var út í febrúar 2005 til að koma honum til Íslands, þar sem hann fékk síðar íslenskt ríkisfang eins og margir muna. Í þessu vegabréfi var hann skráður „ríkisfangslaus“.

Sendiherra Íslands í Japan, Stefáni Hauki Jóhannssyni, datt strax í hug að koma vegabréfinu til Fischersetursins á Selfossi en hann hafði einmitt fyrir skemmstu verið að aðstoða Setrið við að komast í samband við ekkju Fischers sem er frá Japan og býr þar.

Leitað var til laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins til að kanna hvort og hvernig hægt væri að láta vegabréf látins einstaklings þriðja aðila eins og setrinu í té. Þá kom í ljós að annað vegabréf hafði nýverið fundist á prótókollskrifstofu ráðuneytisins en það var almennt vegabréf fyrir íslenska ríkisborgara, útgefið í mars 2005, fyrir Robert James Fischer. Í því vegabréfi er hann skráður íslenskur. Þetta var vegabréfið sem hann fékk eftir að hann öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt og um leið og hann fékk það var áðurnefnt „vegabréf útlendings“ gatað og ógilt.

Komist var að þeirri niðurstöðu að utanríkisráðuneytið myndi afhenda Fischersetrinu þessi tvö útrunnu vegabréf sem gefin voru út í nafni Robert James Fischer, kt. 090343-2039, til ótímabundinnar vörslu og sýningar, með þeim fyrirvara að ráðuneytið getur fengið það aftur til ef þörf krefur.

Svo skemmtilega vildi til að Stefán Haukur Jóhannsson sendiherra var staddur á landinu þegar niðurstaðan lá fyrir. Mælti hann sér mót við Aldísi Sigfúsdóttur í Fischersetrinu og afhenti henni þessi tvö vegabréf hins umdeilda skákmeistara Bobby Fischer.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum
Fréttir
Í gær

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld
Fréttir
Í gær

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“
Fréttir
Í gær

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“